sunnudagur, 17. febrúar 2013

76. Meira af stjaka

Ég fann myndina sem mig minnti að ég hefði tekið af stjaka og kerti úr síðustu færslu:
Þarna var ég aðeins búin að hagræða með því að hafa slökkt um tíma í miðjunni og laga kveik á öðrum arminum.

fimmtudagur, 7. febrúar 2013

74. Stjakinn

Fyrir nokkrum árum fékk ég þetta fína handgerða kóngakerti hjá henni Höddu en hef ekki getað notað það vegna þess að ég átti ekki hæfilega víðan stjaka. Síðast þegar ég fór í Kynlega kvisti fann ég loksins einn góðan og hann kostaði heilar 200 krónur.
 Tók þar þessa ramma líka, þar sem ég er með rammafíkn og var ekkert að gera mér rellu yfir að svolítið er kvarnað úr brún á öðrum þeirra. Það er reyndar nokkuð algengt á svona römmum. Ég er búin að eignast þá nokkra á flóamörkuðum. Svona rammafíkn fylgja stundum svona útsaumsmyndir af ýmsu tagi sem ég hef engan sérstakan áhuga á en nú hef ég fengið afar góða hugmynd um hvað gera megi við allskonar gamlan útsaum og vefnað sem fólk hefur verið að koma á mig svona bara af því að ég get ekki hent neinu. Ég ætla samt ekki að gefa neitt upp um það núna og miðað við núverandi heilsu er ekki líklegt að ég geri neitt í þessu þennan veturinn en við sjáum til. Þetta étur ekki mat eins og stundum er sagt.
Ég gleymdi svo eiginlega að mynda kertið í stjakanum almennilega en hér er ein úr jólaboðinu.
 Það þýðir bara ekkert að reyna að snúa myndinni til að sjá þetta betur, ég er búin að prófa.