Ég hirti þessa mynd og pistil af fréttasíðu BB á Ísafirði. Vona að það sé í lagi af því að þetta er nú fjölskyldan mín og höfundarréttur væntanlega fyrndur. Eða eitthvað.
Vissulega er þetta dótablogg en ég set þær systur hér vegna þess að ég var að tala um krúsina hennar Herdísar langömmu og á eftir að minnast hennar hér aftur.
---------------------------------------------------------
Herdís, María og Ólína Andrésdætur. Mynd: reykholar.is.
Fjallað um tvíburasystur og skáldkonur. Annar húslestur vetrarins verður haldinn í Safnahúsinu á Ísafirði á morgun, laugardag kl. 14. Er það er liður í samstarfi Kómedíuleikhússins við Safnahúsið á Ísafirði að bjóða upp á vestfirska húslestra yfir vetrartímann á Ísafirði. Að þessu sinni verður fjallað um tvíburasysturnar og skáldkonurnar Herdísar og Ólínu Andrésdætur í Flatey á Breiðafirði sem fæddust fyrir rúmlega 150 árum. Sagt hefur verið að Herdís og Ólína séu dæmi um að merk skáld Íslandssögunnar geta fallið milli stafs og hurðar bókmenntaumræðunnar. Elfar Logi Hannesson les úr verkum þeirra og Jóna Símonía Bjarnadóttir fjallar um ævi þeirra og kvæðagerð.
---------------------------------------------------------------
Tilvitnun lýkur.
María var ein af allnokkrum af þessari ætt sem náðu að lifa meira en öld. Hún varð að mig minnir 106 ára. Eitt af þekktum kvæðum Ólínu hefst svo: Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn...
Andrés faðir þeirra og Matthías Jochumsson voru systrasynir.
Fjallað um tvíburasystur og skáldkonur. Annar húslestur vetrarins verður haldinn í Safnahúsinu á Ísafirði á morgun, laugardag kl. 14. Er það er liður í samstarfi Kómedíuleikhússins við Safnahúsið á Ísafirði að bjóða upp á vestfirska húslestra yfir vetrartímann á Ísafirði. Að þessu sinni verður fjallað um tvíburasysturnar og skáldkonurnar Herdísar og Ólínu Andrésdætur í Flatey á Breiðafirði sem fæddust fyrir rúmlega 150 árum. Sagt hefur verið að Herdís og Ólína séu dæmi um að merk skáld Íslandssögunnar geta fallið milli stafs og hurðar bókmenntaumræðunnar. Elfar Logi Hannesson les úr verkum þeirra og Jóna Símonía Bjarnadóttir fjallar um ævi þeirra og kvæðagerð.
---------------------------------------------------------------
Tilvitnun lýkur.
María var ein af allnokkrum af þessari ætt sem náðu að lifa meira en öld. Hún varð að mig minnir 106 ára. Eitt af þekktum kvæðum Ólínu hefst svo: Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn...
Andrés faðir þeirra og Matthías Jochumsson voru systrasynir.
Takk fyrir innlitið á síðuna mína Ella, því það hefur leitt mig hingað og hér er stórskemmtilegt að vera. Hvílík fegurð af hlutum sem þú hefur eignast. Er þetta ekki annars blogg um gamla daga? Mér þykir þessi síðasti pistill þinn altjént vel við hæfi og áhugaverður.
SvaraEyðaVelkomin, alltaf gaman að ná inn nýju fólki. Jú eins og stendur með hálfgerðu leyniletri í hausnum verður hér fjallað um hluti með sögu og sál. Svo bara smeygi ég inn tengdu efni ef mér finnst það passa.
SvaraEyða