Stefnan er að blogga helst ekki mikið sjaldnar hérna en svosem vikulega.
Einhvern tíma endur fyrir löngu prjónaði Herdís langamma (sjá 8. og 13. bloggfærsluna) vettlinga sem hún gaf vinkonu sinni. Þeir eru í fimm litum úr fínt spunnu þeli.
Þegar bæði eigandinn, sem ég man ekki nafnið á vegna þess líklega að ég þekki engin deili á henni, og vettlingarnir voru orðin gömul og snjáð gaf konan Dísu föðursystur umrædda vettlinga. Kannski ekki síst vegna þess að Dísa er nafna ömmu sinnar. Dísa gaf mér svo vettlingana og þó að hún hafi ekki tekið það sérstaklega fram þá geng ég út frá því að það hafi verið vegna þess að ég er svo mikið þannig. Það er öruggt að ég gæti þeirra á meðan mín nýtur við eins og þar stendur.
Ef svo færi nú allt í einu að mín nyti ekki lengur við og mér hefði láðst, eða ekki tekist, að gera afkomendum mínum grein fyrir helstu dýrgripum sem þeir erfa ættu þeir þá að minnsta kosti að geta flett upp í þessu bloggi :)
Ég fékk einu sinni að gjöf svipaða vettlinga og þeir entust varla út mánuðinn, það var svo þunnt í þeim. Skil ekki hvernig þínir hafa haldist heilir svona lengi, þeir geta varla hafa verið mikið notaðir.
SvaraEyðaHandspunnið band er að öðru jöfnu mun sterkara og betra en verksmiðjuband. Í fyrsta lagi velur fólk úrvals ull til að vinna úr og í öðru lagi slitna hárin miklu frekar í stórum vélum og þar með veikist að sjálfsögðu þráðurinn. Hér áður taldist ullarflík heldur ekki tilbúin til notkunar fyrr en búið var að þæfa hana. Ekki var þó svellþæft nema það sem sterkast og þéttast átti að vera, yfirhafnir og slíkt. Fólk var ekki mikið í því framleiða "einnota" fatnað enda mikil vinna lögð í hverja flík.
SvaraEyðaÉg sleit einmitt dásamlega fallega vettlinga hratt og vel. Ég man engan veginn hvaðan þeir komu, mamma lét mig hafa þá, en ég man ekki hvort þeir voru frá ömmu eða Guðlaugu gömlu eða hvað. Ég geymi þá alltaf, ferlega svekkt yfir gatinu.
SvaraEyða