laugardagur, 20. október 2012

73. Gamli skólinn.

Eins og komið hefur fram hér ferðaðist ég svolítið í sumar og eftir Ull í fat keppnina gistum við Jenný vinkona mín í gamla skólahúsinu á Hvanneyri. Við vorum aleinar í húsinu og notuðum auðvitað tækifærið og gengum um og skoðuðum. Þarna er margt sem greinilega hefur ekki verið breytt neitt frá upphafi og hefði ekki verið leiðinlegt að ganga um með kunnugum, til dæmis var minn maður þarna nemandi á sjöunda áratugnum.
 Hér horfi ég niður stigaganginn. Mér þykir það merkilegt að Agnar minnist þess ekki að menn hafi neitt gert af því að renna sér niður handriðið.
 Gömlu gólfdúkarnir voru aldeilis ekki einnota.
 Bráðfalleg hurð að einhverri kjallarakompu.
Einhver virðulegasti hlutur í hverjum skóla var bjallan.
 Á heimleiðinni var það yfirlýst markmið að stoppa í öllum galleríum, handverkshúsum og söfnum. Ég tók ekkert mjög mikið af myndum en lesendur hér vita að ef ég sé ofn af þessu tagi verð ég að smella af. Hann á heima á Hvammstanga
og þar eru þessir baukar líka. Minn æðsti baukadraumur er að eignast svona einhvern tíma. Kannski.

sunnudagur, 30. september 2012

72. Aðdrættir

Ég brá mér í Kynlega kvisti á Húsavík eftir vinnu á fimmtudaginn til að leita að hentugri glerskál til að nota við sápugerðina. Það gekk ekki en ég kom heim með þetta:
Alltaf pláss fyrir góðar barnabækur en það má ef til vill velta því eitthvað fyrir sér hvenær nákvæmlega er ekki lengur pláss fyrir bauk? Fyrir þetta var ég rukkuð um 200 krónur en fannst réttara að borga 500.

föstudagur, 1. júní 2012

71. Alþýðublaðið

Nýlega áskotnaðist mér þetta "rusl":
Alþýðublaðið sunnudaginn 28. janúar 1951.
Sá er þó hængur á að blaðið er einungis hálft, rifið þvert um miðju. 
 
 Þetta er hreinasta dýrindi og sitthvað skemmtilegt/athyglisvert sem lesa má á þessum hálfu blaðsíðum.
 Aldeilis ekki leiðinlegt að fara í bíó á þessum árum þar sem myndirnar eru ýmist afarspennandi, bráðskemmtilegar, ákaflega spennandi, stórfenglegar, sprenghlægilegar og bara gott ef ekki þetta allt og meira til. Þarna eru ekki til nein Sambíó en hægt að fara í Gamla bíó og horfa á smámyndasafn eða í Hafnarfjarðarbíó til að sjá Chaplínsmynd teiknimyndir og fleira, væntanlega allt í einum pakka.
 Á blaðsíðu 6 er bæði framhaldssaga og að því er virðist fastur liður sem nefnist brotnir pennar. Þar mun um að ræða einhvers konar spéspegil. Þar má lesa þann fróðleik að ástæða þess að Norsarar eru góðir á skíðum er sú að þeir vegna leti nenntu ekki að vaða snjónn í klof.
Ekki gott með framhaldssöguna því að ég er gerð með þeim ósköpum að ég get helst ekki lesið kafla úr sögu án þess að þurfa að vita afganginn. Kannski ég leiti að þessum tölublöðum á netinu einhvern daginn.
Á baksíðunni er leikhúsmenning og pólitík. Pólitíkin er á fleiri blaðsíðum og virðist ekki mýkri þá en nú og sýnast vera kosningar framundan.
Þetta er tvímælalaust ljótasta fréttin.

fimmtudagur, 17. maí 2012

70. Bláa peysan

Til að geta haft gagn af gestum og gangandi er gott ráð að eiga sæmilegt úrval af fötum til allra handa skítverka fyrir allan aldur. Það er ekki vandamál hér þar sem ég er með þeim ósköpum gerð að geta helst engu hent. Svoleiðis er einmitt líklegasta fólkið til að vera með svona gamladagablogg. Uppáhalds vinnupeysa elsta sonarsonarins er gömul blá prjónapeysa sem hefur ýmislegt fengið að reyna um sína daga. Það var engin lukka þegar kom í ljós gat með tilheyrandi lykkjuföllum á þeirri gömlu en ég brást þó ekki við alveg strax þannig að gatið náði að stækka óþarflega mikið. Hér er aðgerðin hafin.
 Gömul prjónavélarnál er nauðsynlegt amboð á hverju heimili.
 Og hér er sú gamla orðin sem ný,
tja, fyrir utan gamla sviðablettinn en hann kemur þessu máli ekkert við.

sunnudagur, 6. maí 2012

69. Tengdamamma

Það eru ekki bara dauðir hlutir sem geta flokkast sem gamalt dót með sögu og sál. Þegar ég sá tengdamömmuna á baunarblogginu varð mér hugsað til blómanna minna sem vel að merkja eru flest eða öll áratugagömul. Þessa fékk ég hjá tengdamóður minni um miðjan áttunda áratuginn eða fyrir hátt í 40 árum.
Ég er svo búin að gefa að minnsta kosti 2 tengdadætrum af plöntunni en hef ekki kannað nýlega hvort þær plöntur hafa lifað af.

þriðjudagur, 24. apríl 2012

68. "Gluggatjaldahillur"

Þegar ég málaði sjónvarpsstofuna í vetur fjarlægði ég allar gluggatjaldafestingar og persónulega væri mér alveg sama þótt hér væru engin gluggatjöld. Ég hef ekkert á móti dagsbirtunni, tjöld trufla blóm, gluggarnir eru bráðfallegir eins og þeir eru og engin hætta á að einhverjir nágrannar eða vegfarendur kíki á gluggana. 
Hins vegar eru hér inni bæði sjónvarp og tölva og það getur verið truflandi að fá blessað sólskinið á skjáina. Jakob brást svona við því um daginn. Hann situr sem sagt hérna við tölvuna.
 Svo að ég hef frá upphafi reiknað með gluggatjöldum. Ég vildi samt breyta svolítið uppsetningunni þannig að í fyrsta lagi þurfti að hreinsa málninguna af gömlu veggfestingunum. Eða kaupa nýjar. Ég er ekkert mikið í slíku svo að ég fór og fann flösku með ullabjakki og var að gá að pensli þegar ég fékk hugljómun; því skyldi maður vera að eyðileggja pensil fyrir örfáar strokur? Ég tók íspinnaspýtu og fann gamla tusku. Ég fann ekki skæri í fljótu bragði svo að ég kveikti á söginni og sagaði af tuskunni smá snepil (já ég veit, klikkað.) Ég límdi tuskuna á spýtuna með límbandi og þar var kominn vel nothæfur pensill!
 Ég bar á festingarnar, skóf og pússaði og hundleiddist að ég skyldi ekki hafa nennt að skrúfa draslið af veggnum um árið þegar ég málaði stofuna fyrst. Svona er þetta bara, gamlar syndir koma manni í koll.
 Svo settum við Ingimundur tvær langar spýtur upp á vegginn og það var bras eins og ég bjóst við en við erum snillingar svo að þetta gekk. Gluggatjaldafestingarnar komu svo neðan á spýturnar þannig að tjöldin verða nær glugganum en ella hefði verið.
 Þetta var svo tilgangurinn með spýtunum :). Er nokkur hissa?
 Á þessari hillu eru kexbaukar. Flestir danskir en einnig frá Írlandi, Englandi, Hollandi og Portúgal. Á endanum er svo íslenskur konfektbaukur vegna þess að það er nauðsynlegt að hafa kantaðan útvörð til að ekki rúlli allt saman ofan á sjónvarpið.
Á þessum væng eru aðallega ferkantaðir af ýmsu tagi. Nú eru sem sé 32 baukar fluttir úr eldhúsinu inn í þessa stofu. Það er til bóta þar sem eldhúsryk nálægt eldavélum vill verða fitugt og það er ekki nógu hentugt fyrir sumt baukalakk.

miðvikudagur, 18. apríl 2012

67. Hreint og þurrt

Hér eru kexbaukar sem eru fluttir úr eldhúsinu inn í sjónvarpsstofu. Ég hef haft fyrir reglu að þrífa baukana mína bara þegar ég hef hönd á þeim hvort sem er og þá er áríðandi að þeir þorni vel áður en þeim er lokað aftur. Þá þarf líka að passa að rugla ekki lokum.

fimmtudagur, 22. mars 2012

66. Peysuföt fyrir alla.

Snemma á þessu bloggi fjallaði ég um peysufötin mín. Í haust kom systurdóttir mín að máli við mig og spurði hvort ég hefði ráð með að aðstoða hana við að klæðast íslenskum búningi á árshátíð Menntaskólans en þar er hefð að efstubekkingar klæðast þannig. Við mamma tókum að okkur verkefnið og við hittumst allar hjá mömmu þar sem við prófuðum upphlut mömmu og fötin mín og niðurstaðan varð sú að ég þræddi saman mín föt en hún notaði svo húfuna hennar mömmu.
 Hér er búið að þræða upp og niður og kenna á slifsið og fleira mikilvægt.
 Vinkona hennar á svo heiðurinn af greiðslunni sem óneitanlega byggir á gömlum grunni. Mér fannst eiginlega stórmerkilegt hvað gekk vel að aðlaga fötin þar sem munar líklega einum 25 kílóum á okkur frænkum. Ég var svo að fara tína þræðingarnar úr til að hafa fötin tilbúin handa mér fyrir skírnina þegar ég áttaði mig á að stóra nafna mín, sú sem á að fermast í sumar, væri væntanleg og hugsaði að ekki væri nú leiðinlegt að prófa að máta á hana líka og taka myndir.
 Það tókst aldeilis prýðilega svona til myndatöku en óneitanlega var nokkurt pláss ónotað enda barnið bara 13  ára. Við Elsa smelltum af í gríð og ergi á þrjár myndavélar og voru áreiðanlega teknar hátt í hundrað myndir.
Þarna greip hún gítar langafa síns ofan af vegg til að fá tilbreytingu í tilveruna.
Til samanburðar er svo hér ein af þeirri gömlu. Þarna ber hárið enn merki þess að hafa verið litað svart í þágu leiklistarinnar.

þriðjudagur, 20. mars 2012

65. Endurskipulagning.

Um helgina nýlega þegar allt var að gerast, bæði frumsýning og skírn með öllu tilheyrandi kom hann Jóhann Smári með fjölskylduna til að taka þátt.
Hann var fljótur að átta sig á því að baukasafnið í lægri eldhúshillunum hjá ömmu þarfnaðist gagngerrar endurskipulagningar.
Svo er gott að tylla sér á hentugt sæti og líta yfir vel unnið verk.

laugardagur, 17. mars 2012

64. Engillinn hennar Ellu Rutar

Ekki gengur nú að láta fína dótabloggið mitt mygla. Ég hef síðustu mánuði kembt nytjamarkaði í búningaleit og auðvitað litaðist ég þá um í dótadeildunum. Hjá Samhjálp í Reykjavík hitti ég lítin indælan engil og tók hann að mér. Hann hefur litla vírlykkju á kollinum og ég sá hann fyrir mér hangandi á jólatré í góðum félagsskap.
Þegar við tengdadóttir vorum svo að bollaleggja skírn og í framhaldi af því topp á kransaköku, þá auðvitað var umræddur engill alveg kjörinn í hlutverkið.
Nú er sá litli í eigu litlu nöfnu minnar og ég sé hana fyrir mér eftir fáein ár koma tifandi á stuttum fótum að jólatrénu sínu og hengja hann upp á grein.

mánudagur, 13. febrúar 2012

63. Fleiri jafningjar

Í framhaldi af síðustu færslu eru hér nokkrir í viðbót sem ég sá til sölu á netinu og eiga sér tvífara hjá mér.
Vintage Tin Box with Embossed Cherubs from Western Germany
The hinged box has four embossed cherubs and scrolls on the top and raised cherubs around the sides of the box.  The bottom says “Container Made in Western Germany.” The box measures 12 ¼” x 9” x 2 ½”.
Verðið á þessum var allt upp í 45,99$

Vtg Hersheys Kisses Chocolate Tin Canister ADVERTISING 
Hello, I have for you today this tin from 1980. For 31 years old it's in really great shape!
This is for Hershey's Kisses featuring a boy and girl kissing and says "A Kiss for You." Has the Hershey's Foods Corp stamp.
Verðið er frá 8,50 til 16,49$

Svo á ég tvo svona græna, mig minnir að það hafi verið sá stærri sem var boðinn á 19,99 $

Þarna var það sá stærri sem boðinn var á 12 $. Um hann sagði:
Great retro tin box. Says Made in England under hinge. 
It has a hinged lid.  Everything is great except the lid is rusty or has gunk on it that I can't seem to remove.
Nonetheless a pretty tin.  Sold as is.
 Measures  3.5 x 3.5 x 4.25.  Black tin with red, gold.  Beautiful. Please see each photo.  

Þessi var settur á 19,99 $

Baukurinn á netinu er sá loklausi vinstra megin, hinn er aðeins stærri með köntuð horn en myndir nákvæmlega þær sömu. Vörumerkið á lokinu er hinsvegar bara á stærri bauknum. Verðið á einum stað var 4 $ á hinum 9,95.
Fantastic Elkes London Assorted Biscuits Tin
I would say dates from 1950s
Very good condition for age
BIG tin with Trafalgar Square on lid
Houses of Parliament, Tower of London, St. Paul's Cathedral and Buckingham Palace round the sides
A few scratches and some paint loss but otherwise good condition
Mér finnst þetta gaman en hef ekkert gefið mér tíma til að grufla undanfarið. Hér kemur samt sennilega a.m.k. ein svona færsla í viðbót við tækifæri, mér finnst ekki gott að hafa færslur allt of langar. Bless á meðan.

laugardagur, 28. janúar 2012

62. Jafningjar

Eins og ég segi frá í síðustu færslu datt ég ofan í heilmikla baukaskoðun á netinu um tíma. Hægt er að finna nokkur söfn sem ég nefni þar en mest hef ég verið að skoða sölusíður og þá helst ebay. Ég er hér með myndir af nokkrum baukum mínum sem eiga sér tvífara sem ég hef fundið undanfarið.
Þennan hef ég séð á þrem stöðum og verðið frá 9,09 til 39 dollarar.
 1996 Collector's COLLIN STREET BAKERY 100-Years HOLIDAY Fruitcake TIN! ** This listing is for the empty tin shown. fruitcake NOT INCLUDED. ** This tin was put out as a 100-year commemorative tin by Collin Street Bakery, Corsicana, Texas. (1886-1996). Round, red tin features a retro, holiday scene with a couple bearing gifts, a cowboy with lasso and a horse-drawn carriage.

 Þessi er boðinn á ebay 18.01.2012 á 9,99 $ (Buy It Now)
Nicky Boehme Winter Merriment Bears Tin Box Container
Artist Nicky Boehme
"Winter Merriment"
Round Metal Tin Box Cookie Container Canister
Measures approximately 5 3/8" wide x 2" deep
Delightful little tin with excellent art detail!  The bears look like they could be from the Boyd's Bears Collection.

 Þennan sá ég á nokkrum stöðum, verð til dæmis 12,99 $ og einnig lítinn bróður hans sem ég væri til í að eiga. Ég á reyndar líka frænda þeirra úr pappa.

 Af þessum voru þó nokkur eintök, oftar þó með PARIS neðan við NEW YORK.
Ásett verð á bilinu 4,99 til 29,95 $

 Þessi er boðinn á ebay ásamt bróður sínum þann 22.01.2012 á 9,99 $
(Textinn á við um báða baukana)
TWO Embossed Fruit 
Themed
 Candy Tins
One is a mixed fruit theme, one is citrus fruit themed
4" across (round tins), 2" tall
Unique, brightly colored, embossed designs all the way around the tin.
The bottom of the tin is stamped with
"Churchill's" trademark 
(see pictures of tin bottoms)

 Þessi er boðinn á ebay 23.01.2012 á 12,50 $ (Buy It Now)
A pretty round collectable Vintage candy or mint tin, unmarked. This tin is unique in that it is of a smaller size and interesting shape. The base of the tin resembles an inverted mushroom cap . The lid is a creamy vanilla color with bright fuschia or deep pink colored roses. The base is also cream with a metallic basket weave design. The lid is easily removed, but snaps on tight. It is in great vintage condition, very minimal scratched areas, no dents, minor rust. A perfect addition to your collection or great to use on your dresser, vanity or in the powder room. 


Að lokum er hér einn sem ég set með þó að ég hafi bara séð eintak sem er helmingi stærra en minn. Að öðru leyti eru þeir nákvæmlega eins utan hvað minn hefur orðið fyrir haglaskotum einhvern tíma en hann ber sig vel þrátt fyrir það.
Hann er boðinn á etsy fyrir 8,75 $

Great English red plaid Vintage tin with pretty images of Scottish people dancing on the sides and a loving Scottish lady listening to her man playing the bagpipe depicted on the lid.

Measures 3.25" tall with a 7" diameter.

Marked Pascall White Heather (a former UK company)
Chocolates and Toffees. 
Made in England by James Pascall. Bournville.
Lid closes securely. Has some vintage wear, there are scratches, mostly on the top edge of the tin where the lid closes and the outside rim of the lid. Sticker remnant on the bottom of the tin.
In overall good condition.
Ekki fleiri í bili.

mánudagur, 16. janúar 2012

61. Baukasafnarinn ég.

Þessi snillingur hjá þeim Dísu og Betu leiddi mig út í óreglu sem ég hef ekki dottið ofan í áður. Aðallega vegna þess að ég hef ekki haft vit á hvernig.

Ég álpaðist til að fara að skoða bauka á netinu. Þar er sitthvað að sjá. Ég leitaði sérstaklega eftir því hvort þar sæjust baukar sem eru í mínu safni og jú, af allmörgþúsund baukum sem ég er búin að sjá eru örfáir eins og mínir. Til dæmis úr þessum söfnum hér:



Víða voru líka baukar sem ég gæti átt en eru ekki þannig uppsettir að hægt sé að vera viss. Kannski inni í stafla eða myndin of óskýr.

Hér eru nokkrir baukar sem ég á og eiga sér tvífara á síðunum sem ég skoðaði.
Eins og sjá má er gamli skoski baukurinn minn orðinn nokkuð upplitaður að ofan. Ég get ekki fullyrt að þessir séu nákvæmlega eins og á netinu, til dæmis virðist mér að á sýrópsbauknum sé reiturinn fyrir þyngdarmerkinguna hvítur á netinu en gulur hjá mér, og ég á tvær svona After eigth klukkur sem eru með aðeins mismunandi áletrun og stundum munar bara því að einn er með strikamerki en ekki annar.
Mér sýnist að ég eigi langflesta Quality Street baukana á þriðju myndinni en nennti ekki að tína niður til myndatöku. Þeir eru eiginlega sér kapítuli sem verðskuldar nokkur blogg. Ef einhver finnur bloggsíðu með þeim má láta mig vita takk.

fimmtudagur, 12. janúar 2012

60. Skák.

Eitt kvöldið spurði Agnar upp úr þurru hvort ekki væri til tafl á heimilinu. Onei, hann er ekki sérlega meðvitaður um umhverfi sitt stundum og sér ekki það sem er við nefið á honum. Jújú, ég hélt nú það, sótti taflmennina sem voru í kassanum sínum í hillu í stofunni og..
gamla taflborðið hans pabba. Þetta taflborð átti pabbi að minnsta kosti svo lengi sem ég man og trúlega lengur. Þær voru ekki alltaf langar skákirnar sem við Óli bróðir tefldum þegar við vorum kornung. Ég er ekkert viss um að við höfum verið byrjuð í skóla.

laugardagur, 7. janúar 2012

59. Bjölluhljómar.

Það er kannski ekki alveg víst að allar bjöllur hljómi en nú framlengi ég jólin aðeins til að fjalla um mínar helstu bjöllur.
 Þessar tvær hljóma barasta alls ekki neitt en þær komu í jólapakka frá Marciu mágkonu fyrir einum 3 áratugum líklega.
 Þessi er gömul í mínu búi en flokkast ekki sem handgerð. Gæti alveg hafa komið frá Marciu líka en ég verð að viðurkenna að ég er ekki viss. Hún hljómar alveg prýðilega. Kannski svolítið mattur tónn þó.
 Þannig er líka tónninn í þessari en mamma postulínsmálaði og gaf mér. Þið sjáið glöggt hvenær.
Hér er svo trúlega öldungurinn í þessum bjöllukór og hún er ekki flokkuð sem jólaskraut, heldur er "alvöru" og hangir alltaf í eldhúsinu og barnabörnin eiga það til að nota hana til að kalla á fólkið í mat. Þegar ég horfi á þessa mynd hvarflar að mér hvort ef til vill ætti að fægja gripinn eitthvert árið?