fimmtudagur, 12. janúar 2012

60. Skák.

Eitt kvöldið spurði Agnar upp úr þurru hvort ekki væri til tafl á heimilinu. Onei, hann er ekki sérlega meðvitaður um umhverfi sitt stundum og sér ekki það sem er við nefið á honum. Jújú, ég hélt nú það, sótti taflmennina sem voru í kassanum sínum í hillu í stofunni og..
gamla taflborðið hans pabba. Þetta taflborð átti pabbi að minnsta kosti svo lengi sem ég man og trúlega lengur. Þær voru ekki alltaf langar skákirnar sem við Óli bróðir tefldum þegar við vorum kornung. Ég er ekkert viss um að við höfum verið byrjuð í skóla.

3 ummæli:

  1. Menn verða svo gáfulegir þegar þeir tefla, sennilega ætti þjóðin að tefla meira og blaðra minna.

    SvaraEyða
  2. ég ætla að herma og setja inn myndir af töflum!

    hmmmm töflum?

    hljómar undarlega

    SvaraEyða
  3. :) Já frænka, upp með töflurnar!

    SvaraEyða