Þessi snillingur hjá þeim Dísu og Betu leiddi mig út í óreglu sem ég hef ekki dottið ofan í áður. Aðallega vegna þess að ég hef ekki haft vit á hvernig.
Ég álpaðist til að fara að skoða bauka á netinu. Þar er sitthvað að sjá. Ég leitaði sérstaklega eftir því hvort þar sæjust baukar sem eru í mínu safni og jú, af allmörgþúsund baukum sem ég er búin að sjá eru örfáir eins og mínir. Til dæmis úr þessum söfnum hér:
Víða voru líka baukar sem ég gæti átt en eru ekki þannig uppsettir að hægt sé að vera viss. Kannski inni í stafla eða myndin of óskýr.
Hér eru nokkrir baukar sem ég á og eiga sér tvífara á síðunum sem ég skoðaði.
Eins og sjá má er gamli skoski baukurinn minn orðinn nokkuð upplitaður að ofan. Ég get ekki fullyrt að þessir séu nákvæmlega eins og á netinu, til dæmis virðist mér að á sýrópsbauknum sé reiturinn fyrir þyngdarmerkinguna hvítur á netinu en gulur hjá mér, og ég á tvær svona After eigth klukkur sem eru með aðeins mismunandi áletrun og stundum munar bara því að einn er með strikamerki en ekki annar.
Mér sýnist að ég eigi langflesta Quality Street baukana á þriðju myndinni en nennti ekki að tína niður til myndatöku. Þeir eru eiginlega sér kapítuli sem verðskuldar nokkur blogg. Ef einhver finnur bloggsíðu með þeim má láta mig vita takk.
Þú ert alveg baukóð, kona!
SvaraEyðaÞú ert alveg baukóð, kona!
SvaraEyða(ég ætlaði samt bara að segja þetta einu sinni)
SvaraEyðaTja, það má til sanns vegar færa, Ég set mér þó mjög ákveðin mörk, kem betur að því síðar.
SvaraEyðaBíddu nú við, nú er klukkan 6:52 þann 17. janúar. Verð að reyna að stilla þetta blogg.
SvaraEyðaHmm nú skilur ekki ég. Stillingin á blogginu er rétt en samt kemur tíminn vitlaust í athugasemdum???
SvaraEyða