Eins og sjá má í fyrri færslu er iðulega gert jólaskraut úr einhverju matarkyns. Hér er engill úr pasta og hrísgrjónum og trúlega er einhvers konar filtkúla í hausnum. Þessi kom frá Nínu mágkonu fyrir löngu.
Englar eru yfirleitt mikil krútt og passa á öllum árstímum. Ég framleiði sjálf tugi ef ekki hundruð glerengla á ári en var að átta mig á að ég er ekki með einn einasta þeirra í mínu jólaskrauti.
Hér eru tveir góðir og gamlir tónlistarenglar sem eiga fastan sess á mínu jólatré.
Nú eru orðnir til í hausnum á mér englar sem ég ætla að gera einhverntíma. Kannski lenda þeir hér á mynd ef fæðingin gengur vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli