Með tímanum hallast ég alltaf meira og meir að óhefðbundnu. Ég er búin að átta mig á að það er alls ekkert víst að mér beri alltaf að gera eins og og ég er vön og enn síður eins og hinir eru vanir að gera. Stundum langar mig til þess og þá er það bara líka allt í lagi. Á dótabloggum sé ég margt sem óhætt er að kalla óhefðbundið og margt af því þykir mér flott en þar er ýmislegt sem mig langar ekkert í sjálfa þó að gaman sé að skoða það hjá öðrum. Svo er margt sem mér finnst hreint ekkert flott og það er allt í lagi. Stundum nenni ég að setja upp jólatré og stundum ekki. Fyrir þessi jól komst ekki í verk að sækja lyng á fína tréð mitt frá mömmu (sem er í bakgrunninum ef þú ert að lesa þetta um jólaleitið) áður en harði veturinn gekk í garð svo að ég sleppti því en tók hitt tréð fram enda tel ég ófært að vera trélaus þegar börn eru í spilinu eins og var um þessi jól. Hér eru nokkrir uppáhaldshlutir sem þurfa nauðsynlega að vera uppi um hver jól:
Þessi er sá mikilvægasti af öllum. Þetta er merkimiðinn sem var á pakkanum frá foreldrum mínum á mínum fyrstu jólum 1956 og í nokkur ár eftir það. Síðan fór hann beint á tréð og mamma hefur stundum haft á orði að ég hafi litið um það bil svona út.
Þegar ég komst aðeins á legg fór ég að fá þennan á pökkunum.
Það var líklega alveg þangað til ég flutti að heiman 17 ára og eftir það hefur hann líka átt heima á jólatrénu mínu.
Hér er afar gott dæmi um það hvernig Kjartan teiknaði fólk. Þarna er hann ekki farinn að teikna hjartað og lungun en það var á undan handleggjunum enda langtum mikilvægari búnaður.
Um jólin 1983 hefur hann væntanlega verið 4 ára.
Ég man ekki hvaða ár hann teiknaði þennan á pakkann til okkar en augljóslega er það eftir að hann gerði stjörnuna sem talað er um HÉR
Tja, ég var allavega komin í fjölskylduna þegar hann teiknaði seinni merkimiðann þannig að hann hefur að minnsta kosti verið 25 ára.
SvaraEyðaElsa
Mikið er bakgrunnurinn notalegur og fallegur.
SvaraEyðaMér þykir lílegt að ég muni framvegis nota þennan bakgrunn um jólaleitið. Hann er mynd af handsmíðaða jólatrénu sem mamma gaf mér. Ég er þarna með tréð í gamla bænum í Laufási og nýbúin að skreyta það.
SvaraEyða