Nýlega áskotnaðist mér þetta "rusl":
Alþýðublaðið sunnudaginn 28. janúar 1951.
Sá er þó hængur á að blaðið er einungis hálft, rifið þvert um miðju.
Þetta er hreinasta dýrindi og sitthvað skemmtilegt/athyglisvert sem lesa má á þessum hálfu blaðsíðum.
Aldeilis ekki leiðinlegt að fara í bíó á þessum árum þar sem myndirnar eru ýmist afarspennandi, bráðskemmtilegar, ákaflega spennandi, stórfenglegar, sprenghlægilegar og bara gott ef ekki þetta allt og meira til. Þarna eru ekki til nein Sambíó en hægt að fara í Gamla bíó og horfa á smámyndasafn eða í Hafnarfjarðarbíó til að sjá Chaplínsmynd teiknimyndir og fleira, væntanlega allt í einum pakka.
Á blaðsíðu 6 er bæði framhaldssaga og að því er virðist fastur liður sem nefnist brotnir pennar. Þar mun um að ræða einhvers konar spéspegil. Þar má lesa þann fróðleik að ástæða þess að Norsarar eru góðir á skíðum er sú að þeir vegna leti nenntu ekki að vaða snjónn í klof.
Ekki gott með framhaldssöguna því að ég er gerð með þeim ósköpum að ég get helst ekki lesið kafla úr sögu án þess að þurfa að vita afganginn. Kannski ég leiti að þessum tölublöðum á netinu einhvern daginn.
Ekki gott með framhaldssöguna því að ég er gerð með þeim ósköpum að ég get helst ekki lesið kafla úr sögu án þess að þurfa að vita afganginn. Kannski ég leiti að þessum tölublöðum á netinu einhvern daginn.
Á baksíðunni er leikhúsmenning og pólitík. Pólitíkin er á fleiri blaðsíðum og virðist ekki mýkri þá en nú og sýnast vera kosningar framundan.
Þetta er tvímælalaust ljótasta fréttin.
Þetta er rusl-gersemi.
SvaraEyðaÓtrúlega gaman að skoða gömul blöð og tímarit. Þú ert væntanlega kunnug vefnum timarit.is?
SvaraEyðaJújú, hef skoðað það.
SvaraEyða