laugardagur, 17. mars 2012

64. Engillinn hennar Ellu Rutar

Ekki gengur nú að láta fína dótabloggið mitt mygla. Ég hef síðustu mánuði kembt nytjamarkaði í búningaleit og auðvitað litaðist ég þá um í dótadeildunum. Hjá Samhjálp í Reykjavík hitti ég lítin indælan engil og tók hann að mér. Hann hefur litla vírlykkju á kollinum og ég sá hann fyrir mér hangandi á jólatré í góðum félagsskap.
Þegar við tengdadóttir vorum svo að bollaleggja skírn og í framhaldi af því topp á kransaköku, þá auðvitað var umræddur engill alveg kjörinn í hlutverkið.
Nú er sá litli í eigu litlu nöfnu minnar og ég sé hana fyrir mér eftir fáein ár koma tifandi á stuttum fótum að jólatrénu sínu og hengja hann upp á grein.

3 ummæli: