laugardagur, 20. október 2012

73. Gamli skólinn.

Eins og komið hefur fram hér ferðaðist ég svolítið í sumar og eftir Ull í fat keppnina gistum við Jenný vinkona mín í gamla skólahúsinu á Hvanneyri. Við vorum aleinar í húsinu og notuðum auðvitað tækifærið og gengum um og skoðuðum. Þarna er margt sem greinilega hefur ekki verið breytt neitt frá upphafi og hefði ekki verið leiðinlegt að ganga um með kunnugum, til dæmis var minn maður þarna nemandi á sjöunda áratugnum.
 Hér horfi ég niður stigaganginn. Mér þykir það merkilegt að Agnar minnist þess ekki að menn hafi neitt gert af því að renna sér niður handriðið.
 Gömlu gólfdúkarnir voru aldeilis ekki einnota.
 Bráðfalleg hurð að einhverri kjallarakompu.
Einhver virðulegasti hlutur í hverjum skóla var bjallan.
 Á heimleiðinni var það yfirlýst markmið að stoppa í öllum galleríum, handverkshúsum og söfnum. Ég tók ekkert mjög mikið af myndum en lesendur hér vita að ef ég sé ofn af þessu tagi verð ég að smella af. Hann á heima á Hvammstanga
og þar eru þessir baukar líka. Minn æðsti baukadraumur er að eignast svona einhvern tíma. Kannski.

5 ummæli:

  1. Vonandi eignast þú svona bauk þú þaddna baukakona sem ert sífellt e-ð að bauka :-)

    SvaraEyða
  2. Og svo er alveg möguleiki að fá á baukinn. Eða að baukur komi manni í koll í jarðskjálfta, ég fann þrjá kippi í nótt en það var ekki nóg til að koma neinum baukum af stað. Sem betur fór.

    SvaraEyða
  3. Er einmitt að horfa á minn rauða bauk upp á skáp núna og mér finnst svo eðlilegt að eiga hann, en hann kemur frá Gileyri, kaffikvörnin og emileraða kaffikannan standa þarna líka. Sá svona bauk fyrir einum 6 árum í antikbúð og átti aðeins að greiða fyrir hann 16 þúsund kr.
    Annars er allt gott að frétta af okkur.
    Bestu kveðjur í bæinn.

    SvaraEyða
  4. Gleymdi að nafngreina mig, kveðja frá Kristjönu

    SvaraEyða
  5. Fattaði nú alveg Gileyri sko :) Bestu kveðjur til baka.

    SvaraEyða