Það eru ekki bara dauðir hlutir sem geta flokkast sem gamalt dót með sögu og sál. Þegar ég sá tengdamömmuna á baunarblogginu varð mér hugsað til blómanna minna sem vel að merkja eru flest eða öll áratugagömul. Þessa fékk ég hjá tengdamóður minni um miðjan áttunda áratuginn eða fyrir hátt í 40 árum.
Ég er svo búin að gefa að minnsta kosti 2 tengdadætrum af plöntunni en hef ekki kannað nýlega hvort þær plöntur hafa lifað af.
heyrðu, já ég á ekki svona - veit ekki hvort tengdamamma á en það gæti verið langt í tengdadóttur (sonurinn jú bara 12 ára) og ég einhvernveginn efast um að tengdasonur minn kær sé mikill blómakall!
SvaraEyðaJájá, flottur pottur, við erum sömu smekkmanneskjurnar þegar kemur að blómum;)
SvaraEyða