Þetta er ekki skynsamlegt því að það þarf ekki svo óskaplega marga bauka í einn rúmmetra.
Við héldum suður á bóginn og í Smálöndin. Þaðan er pilturinn og heima hjá mömmu hans barst baukahúsið í tal og þá færði hún mér þennan bauk með piparkökum og sagði að ég gæti þá byrjað söfnunina á honum þessum. Það fannst mér afar vel til fundið.

Baukarnir eru dreifðir um heimilið því að þeir eru margir í einhverri notkun. Oft tek ég til handargagns einhvern bauk sem er þyngri en ég bjóst við og þá er þar kannski annar baukur, amerískar þvottaklemmur eða gömul kaka. Hvað ætli maður geti munað alla hluti.
Margir eru í notkun á vinnustofunum en langflestir eru í eldhúsinu, nokkrir í svefnherberginu, fáeinir eðalbaukar eiga heima í stofunni og svo framvegis. Man ekki hvað ég á mörg hundruð núna en ég set inn tölur hér eftir næstu talningu. Nú til dags sækist ég mun frekar eftir baukum sem ekki taka mikið pláss, en ennþá hef ég ekki sagt nei takk við neinum. Er þó einna minnst spennt fyrir baukum sem eru seldir tómir og nýir. Helst eiga þeir að hafa gegnt hlutverki og því eldri því betri að sjálfsögðu.
Margir eru í notkun á vinnustofunum en langflestir eru í eldhúsinu, nokkrir í svefnherberginu, fáeinir eðalbaukar eiga heima í stofunni og svo framvegis. Man ekki hvað ég á mörg hundruð núna en ég set inn tölur hér eftir næstu talningu. Nú til dags sækist ég mun frekar eftir baukum sem ekki taka mikið pláss, en ennþá hef ég ekki sagt nei takk við neinum. Er þó einna minnst spennt fyrir baukum sem eru seldir tómir og nýir. Helst eiga þeir að hafa gegnt hlutverki og því eldri því betri að sjálfsögðu.
Baukar eru skemmtilegir, margt hægt að bauka með þá.
SvaraEyðaMaðurinn minn fullyrðir að hann fái stundum á baukinn. Hann er samt bara að plata.
SvaraEyðaDrekkið þið ekki líka kók úr bauk þarna fyrir norðan?
SvaraEyðaAldrei ég,ég er afar léleg við gosdrykkina, en þetta ku vera í máli eldri Þingeyinga. Þó ekki mjög áberandi.
SvaraEyðaÉg er með svona baukavírus, en held honum allglæsilega niðri samt, einmitt vegna rúmmetrastaðreyndarinnar sem ekki verður horft framhjá.
SvaraEyðaég væri til í að gera eins og Lína Langsokkur, hlaupa um með ryðgaðan bauk á hausnum og detta um gaddavírsgirðingu
SvaraEyðaHún hefur þá fengið laglega á baukinn. Ég er ekki spennt fyrir að prófa þetta með gaddavírinn. Hann höfðar mun síður til mín en baukar.
SvaraEyða