Öllum sem lesa hér má vera ljóst að ég hef áhuga á gömlu dóti og þar með safngripum ýmsum. Það er nú samt kannski ekki gefið mál að ég hafi ætlað að vera safngripur sjálf að staðaldri.
Ég var á minjasafninu á Akureyri á laugardaginn að halda upp á afmæli Laufáshópsins/Handraðans og þá fór ég niður til að leita að mynd sem ég hafði haft spurnir af.
Þarna virðist ég sem sagt koma fram sem fulltrúi allra frystihúskvenna Eyjafjarðarsvæðisins frá upphafi! Toppið það.
Þarna virðist ég sem sagt koma fram sem fulltrúi allra frystihúskvenna Eyjafjarðarsvæðisins frá upphafi! Toppið það.
Þetta finnst mér skemmtilegt.