miðvikudagur, 9. nóvember 2011

48. Spariföt

Ég tók mynd af fjölskylduveggnum.
 Hér má sjá syni mína þrjá á myndum sem teknar eru af þeim þegar þeir eru komnir dálítið á annað ár. Þeir eru allir klæddir sömu sparifötunum, grænum buxum og vesti og með slaufu um háls. Þessi föt saumaði ég á elsta soninn árið 1976 úr afgöngum af efninu sem við foreldrar þeirra höfðum í brúðarklæði okkar árið áður. Við vorum sem sagt bæði í grænum jakkafötum þá.
 Nú í haust tók ég svo fötin til handargagns og endurnýjaði teygjur og tölur enda hvort tveggja orðið morkið og þreytt. Ég stytti svo buxurnar talsvert og þvoði allt saman og tók með mér til Egilsstaða núna um síðustu helgi.
 Þar straujaði og pressaði ég fötin og afhenti þau pilti sem á eins árs afmæli í dag. SJÁ HÉR.
Laglega flottur kallinn!

6 ummæli:

  1. En skemmtilegt að láta fötin ganga svona aftur!

    SvaraEyða
  2. Of jafnvel póetískt að láta buxur ganga aftur. Tala nú ekki um grænar:)

    SvaraEyða
  3. Og, átti þetta að vera hjá mér.

    Litli bróðir minn (fæddur 1974) átti næstum alveg eins föt sem mamma saumaði á hann úr bláu sléttu flaueli.

    SvaraEyða
  4. Ég gerði þetta nokkur skipti og næst á eftir grænu komu líklega brún, þá blá rifflaflauels og svo gráröndótt. Er ekki viss hvað varðveittist af þessu, þarf að gá.
    Tók eftir afturgöngunni :)

    SvaraEyða
  5. Flottir peyjar; er þetta Ingimundur sem talar í símann?

    SvaraEyða
  6. :) Jú, einmitt, byrjaði snemma.

    SvaraEyða