Hér er gripurinn sem höfðaði einna helst til mín hjá Fröken Blómfríði um daginn:
Á verðmiðanum stendur 23.000 og vélin mun vera um það bil 120 ára, ég gætti ekki að því hvort hægt er að sauma á hana en við að rýna í myndina tel ég það hæpið. Mér finnst þetta afar flottur gripur en ég þarf ekkert að eiga hana, ég á nefnilega þetta hér:
Ég fæ ekki betur séð en að þetta muni vera nákvæmlega sama tegund en mín hefur orðið fyrir umtalsvert meiri hrakningum í veröldinni.
Fyrir rúmum 30 árum var ég ásamt fjölskyldunni á ferð um Jökulfirðina á litlum fiskibát og við svona dóluðum okkur um og fórum í land þar og þegar okkur sýndist. Fjölskyldan var ég, eiginmaðurinn, 4 ára sonur og 3 vikna sonur. Svo var með okkur vinkona með tvö börn. Þar sem við áðum heillaðist ég mjög af ruslahaugunum við eyðibýlin. Þegar fólkið af svæðinu flutti burt, var það lifandi fegið að komast í rafmagnið og var ekkert að hafa fyrir því að drösla með sér þungum og fyrirferðarmiklum hlutum eins og eldunartækjum og slíku sem ekki var brúk fyrir meir. Þar á haugunum lá því ýmiskonar fánýti úr pottjárni sem þau voru orðin þreytt á en mér og sumum ykkar þykja dýrindi þó að ekki sé mögulegt að færa það til fyrra horfs.
Fótstykkið á saumavélinni var í tvennu eða þrennu lagi og hjólið einnig brotið en bróðir minn einn elskulegur var svo góður að setja hana saman. Alveg var hann þó gáttaður á þessari rugluðu systur. Fleiri parta fann ég ekki. Notagildi vélarinnar er einna helst fólgið í að hún er prýðileg til útstillinga í sambandi við handverkið.
Gríðarlega fallegar línur í þessari vél og greinilega sama lag á henni og hinni "ásjálegri".
SvaraEyðavaaá, þarf að sýna unglingnum þessar! Ekki sakar fiðlulagið á henni...
SvaraEyðaJa, þú segir nokkuð Hildigunnur, hafði ekki áttað mig á laginu í því sambandi. Ég á svo eftir að tala meira um saumavélar sko, man eftir glugganum sem þú sást í Boston og þá nefndir þú einmitt áhuga dótturinnar. Gaman að því.
SvaraEyðaSvaka flottar, sem og hin hér að ofan!
SvaraEyðaEn skemmtilegt!
SvaraEyða