Það er alltaf vont þegar ung manneskja fellur frá. Í þetta sinn var það maður sem ég þekkti eingöngu í gegn um blogg en hann var einn fárra íslenskra dótabloggara. Nú bætist líklega ekki við bloggið á rúi og stúi.
Loksins er ég búin að koma upp hillunni í stofunni. Í síðustu færslu sýndi ég ykkur parta úr verslunarinnréttingu. Ég sagaði sundur og skeytti saman og úr því varð þetta.
Í hólfunum eru baukar undan kakói, kaffi og sælgæti, aðallega súkkulaði. Já ég veit, það hefði passað betur að halda sig við drykki og hafa tebauka í stað sælgætisins, en tebaukar eru yfirleitt svo litlir að þeir hefðu ekki farið vel í þetta stórum hólfum. Ofan á eru svo sælgætisbaukar ásamt örfáum undan kexi. Þetta er 41 baukur.
Baukarnir í eldhúsinu voru orðnir allt of margir, skítugir og í óreiðu og þarna á stofuveggnum var hentugasta plássið fyrir svona hillu. Þegar ég var með dyggri aðstoð Ingimundar búin að festa hana upp sýndi ég manninum og spurði undirleit hvort þetta væri alveg galið, þá svaraði hann umburðarlyndur eins og oftast: Hér inni er hvort sem er flest galið.
Nú liggur sem sagt fyrir að þrífa og endurraða restinni og mér þykir sennilegt að það þurfi að blogga um það af og til. Ég er að finna út úr þessari nýju tölvu minni smátt og smátt.
Horfum svo bara á Landann annað kvöld, það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir veiða bestu partana úr öllum upptökunum frá í fyrradag.
Það er svolítið erfitt að sjá þetta, ekki hægt að stækka myndina. Festirðu baukana beint upp á vegg og svo hillu yfir?
SvaraEyðaÍ næstu færslu á undan sjást þessar lengjur með átta hólfum hver, ég setti saman tvær og hálfa lengju og festi upp á vegg.
SvaraEyða