mánudagur, 31. janúar 2011

5. Botninn



Var að átta mig á því að allir alvöru dótabloggarar hvolfa hlutum í markaskoðun.
Hér koma myndir af botnrannsókn litlu kistunnar. Hún er með innra byrði úr timbri en klædd alveg utan með málmi. Ef til vill eitthvað blönduðum kopar því að það er svolítið spanskrænuleg útfellingin í kverkinni þarna neðan á. Hún er greinilega komin til mín frá Japan en áletrunina í miðjunni gat ég engan veginn lesið fyrr en ég hafði stækkað hana með myndavélinni. Kistan er sko bara 9 cm. löng og 4 cm há. Ég held að þarna standi PATES eða eitthvað í þá áttina. Síðasti stafurinn gæti þó allt eins verið eitthvað annað. Í hálfhringnum ofan við virðast mér að séu sólargeislar. Er það ekki líka voða japanskt? Land hinnar rísandi sólar og allt það. Mamma man ekkert hvað hún bar á hana en ég myndi halda að þetta væri bronsað.

1 ummæli:

  1. Mér sýnist allavega standa þarna "Made in Japan" neðst. Þú gætir prófað að rýna í hitt með góðu stækkunargleri.

    SvaraEyða