föstudagur, 2. desember 2011

50. Meira minjasafn

Á minjasafninu á Akureyri er á neðstu hæð sýning sem gefur smá innsýn í sögu atvinnuvega á svæðinu og hýbýli fólksins. Þessa mynd tók ég á svæði lista og menningar.
 Ekki hefur verið leiðinlegt að vera klædd þessum kjól á leiksviði gamla samkomuhússins þar sem Leikfélag Akureyrar hefur verið til húsa alla tíð.
 Hér mun vera litið inn í stofu hjá einhverjum af "betri borgurum" bæjarins. Þarf helst alltaf að smella mynd af svona gripum eins og þið vitið.
Mér er ekki fullljóst samhengið í þessum skáp og man ekkert hvað á miðanum stendur, en innihaldið höfðar mjög til mín.
Uppfært: Jú, þegar ég stækkaði myndina mjá sjá að hér eru leifar vertshúsamenningar sem fundust við rannsókn í kjallara Aðalstrætis 14.

3 ummæli:

  1. gler!...eftir að ég byrjaði að gramsa þá hef ég nú þróað með mér mikinn áhuga á gleri. nú kaupi ég hlest bara gler

    SvaraEyða
  2. Ó hvað ég vildi eiga svona fallegan kjól! Hann er dásamlegur!

    SvaraEyða
  3. höfðar "innihaldið" til þín? Þetta gæti misskilist

    SvaraEyða