miðvikudagur, 7. desember 2011

51. Slökkvarar

Í málningarstandi undanfarinna mánaða setti ég mér að mála ekki oftar þröskulda. Ég gat heldur ekki fengið mig til að mála slökkvara og er nú búin að hreinsa upp þrjá af fjórum gömlum.
 Þetta er ekki hrist fram úr erminni frekar en sumt annað. Fyrst er að skafa.
 Svo þarf að pússa og pússa, síðast með mjög fínum sandpappír. Þegar það er búið er slökkvarinn ekki alveg nógu fínn, svona grámattur
svo ég prófaði að lakka yfir þegar ég var að lakka þröskulda og sjá; fínt fínt.

3 ummæli:

  1. Kunningi minn spurði mig einu sinni: Hvort talar þú um slökkvara eða kveikjara? Rafvirkjadóttirin svaraði auðvitað: Nú, rofa...

    en flottur er hann!

    SvaraEyða