laugardagur, 28. janúar 2012

62. Jafningjar

Eins og ég segi frá í síðustu færslu datt ég ofan í heilmikla baukaskoðun á netinu um tíma. Hægt er að finna nokkur söfn sem ég nefni þar en mest hef ég verið að skoða sölusíður og þá helst ebay. Ég er hér með myndir af nokkrum baukum mínum sem eiga sér tvífara sem ég hef fundið undanfarið.
Þennan hef ég séð á þrem stöðum og verðið frá 9,09 til 39 dollarar.
 1996 Collector's COLLIN STREET BAKERY 100-Years HOLIDAY Fruitcake TIN! ** This listing is for the empty tin shown. fruitcake NOT INCLUDED. ** This tin was put out as a 100-year commemorative tin by Collin Street Bakery, Corsicana, Texas. (1886-1996). Round, red tin features a retro, holiday scene with a couple bearing gifts, a cowboy with lasso and a horse-drawn carriage.

 Þessi er boðinn á ebay 18.01.2012 á 9,99 $ (Buy It Now)
Nicky Boehme Winter Merriment Bears Tin Box Container
Artist Nicky Boehme
"Winter Merriment"
Round Metal Tin Box Cookie Container Canister
Measures approximately 5 3/8" wide x 2" deep
Delightful little tin with excellent art detail!  The bears look like they could be from the Boyd's Bears Collection.

 Þennan sá ég á nokkrum stöðum, verð til dæmis 12,99 $ og einnig lítinn bróður hans sem ég væri til í að eiga. Ég á reyndar líka frænda þeirra úr pappa.

 Af þessum voru þó nokkur eintök, oftar þó með PARIS neðan við NEW YORK.
Ásett verð á bilinu 4,99 til 29,95 $

 Þessi er boðinn á ebay ásamt bróður sínum þann 22.01.2012 á 9,99 $
(Textinn á við um báða baukana)
TWO Embossed Fruit 
Themed
 Candy Tins
One is a mixed fruit theme, one is citrus fruit themed
4" across (round tins), 2" tall
Unique, brightly colored, embossed designs all the way around the tin.
The bottom of the tin is stamped with
"Churchill's" trademark 
(see pictures of tin bottoms)

 Þessi er boðinn á ebay 23.01.2012 á 12,50 $ (Buy It Now)
A pretty round collectable Vintage candy or mint tin, unmarked. This tin is unique in that it is of a smaller size and interesting shape. The base of the tin resembles an inverted mushroom cap . The lid is a creamy vanilla color with bright fuschia or deep pink colored roses. The base is also cream with a metallic basket weave design. The lid is easily removed, but snaps on tight. It is in great vintage condition, very minimal scratched areas, no dents, minor rust. A perfect addition to your collection or great to use on your dresser, vanity or in the powder room. 


Að lokum er hér einn sem ég set með þó að ég hafi bara séð eintak sem er helmingi stærra en minn. Að öðru leyti eru þeir nákvæmlega eins utan hvað minn hefur orðið fyrir haglaskotum einhvern tíma en hann ber sig vel þrátt fyrir það.
Hann er boðinn á etsy fyrir 8,75 $

Great English red plaid Vintage tin with pretty images of Scottish people dancing on the sides and a loving Scottish lady listening to her man playing the bagpipe depicted on the lid.

Measures 3.25" tall with a 7" diameter.

Marked Pascall White Heather (a former UK company)
Chocolates and Toffees. 
Made in England by James Pascall. Bournville.
Lid closes securely. Has some vintage wear, there are scratches, mostly on the top edge of the tin where the lid closes and the outside rim of the lid. Sticker remnant on the bottom of the tin.
In overall good condition.
Ekki fleiri í bili.

mánudagur, 16. janúar 2012

61. Baukasafnarinn ég.

Þessi snillingur hjá þeim Dísu og Betu leiddi mig út í óreglu sem ég hef ekki dottið ofan í áður. Aðallega vegna þess að ég hef ekki haft vit á hvernig.

Ég álpaðist til að fara að skoða bauka á netinu. Þar er sitthvað að sjá. Ég leitaði sérstaklega eftir því hvort þar sæjust baukar sem eru í mínu safni og jú, af allmörgþúsund baukum sem ég er búin að sjá eru örfáir eins og mínir. Til dæmis úr þessum söfnum hér:



Víða voru líka baukar sem ég gæti átt en eru ekki þannig uppsettir að hægt sé að vera viss. Kannski inni í stafla eða myndin of óskýr.

Hér eru nokkrir baukar sem ég á og eiga sér tvífara á síðunum sem ég skoðaði.
Eins og sjá má er gamli skoski baukurinn minn orðinn nokkuð upplitaður að ofan. Ég get ekki fullyrt að þessir séu nákvæmlega eins og á netinu, til dæmis virðist mér að á sýrópsbauknum sé reiturinn fyrir þyngdarmerkinguna hvítur á netinu en gulur hjá mér, og ég á tvær svona After eigth klukkur sem eru með aðeins mismunandi áletrun og stundum munar bara því að einn er með strikamerki en ekki annar.
Mér sýnist að ég eigi langflesta Quality Street baukana á þriðju myndinni en nennti ekki að tína niður til myndatöku. Þeir eru eiginlega sér kapítuli sem verðskuldar nokkur blogg. Ef einhver finnur bloggsíðu með þeim má láta mig vita takk.

fimmtudagur, 12. janúar 2012

60. Skák.

Eitt kvöldið spurði Agnar upp úr þurru hvort ekki væri til tafl á heimilinu. Onei, hann er ekki sérlega meðvitaður um umhverfi sitt stundum og sér ekki það sem er við nefið á honum. Jújú, ég hélt nú það, sótti taflmennina sem voru í kassanum sínum í hillu í stofunni og..
gamla taflborðið hans pabba. Þetta taflborð átti pabbi að minnsta kosti svo lengi sem ég man og trúlega lengur. Þær voru ekki alltaf langar skákirnar sem við Óli bróðir tefldum þegar við vorum kornung. Ég er ekkert viss um að við höfum verið byrjuð í skóla.

laugardagur, 7. janúar 2012

59. Bjölluhljómar.

Það er kannski ekki alveg víst að allar bjöllur hljómi en nú framlengi ég jólin aðeins til að fjalla um mínar helstu bjöllur.
 Þessar tvær hljóma barasta alls ekki neitt en þær komu í jólapakka frá Marciu mágkonu fyrir einum 3 áratugum líklega.
 Þessi er gömul í mínu búi en flokkast ekki sem handgerð. Gæti alveg hafa komið frá Marciu líka en ég verð að viðurkenna að ég er ekki viss. Hún hljómar alveg prýðilega. Kannski svolítið mattur tónn þó.
 Þannig er líka tónninn í þessari en mamma postulínsmálaði og gaf mér. Þið sjáið glöggt hvenær.
Hér er svo trúlega öldungurinn í þessum bjöllukór og hún er ekki flokkuð sem jólaskraut, heldur er "alvöru" og hangir alltaf í eldhúsinu og barnabörnin eiga það til að nota hana til að kalla á fólkið í mat. Þegar ég horfi á þessa mynd hvarflar að mér hvort ef til vill ætti að fægja gripinn eitthvert árið?

föstudagur, 6. janúar 2012

58. Á englavængjum.

Eins og sjá má í fyrri færslu er iðulega gert jólaskraut úr einhverju matarkyns. Hér er engill úr pasta og hrísgrjónum og trúlega er einhvers konar filtkúla í hausnum. Þessi kom frá Nínu mágkonu fyrir löngu.
 Englar eru yfirleitt mikil krútt og passa á öllum árstímum. Ég framleiði sjálf tugi ef ekki hundruð glerengla á ári en var að átta mig á að ég er ekki með einn einasta þeirra í mínu jólaskrauti.
 Hér eru tveir góðir og gamlir tónlistarenglar sem eiga fastan sess á mínu jólatré.
Nú eru orðnir til í hausnum á mér englar sem ég ætla að gera einhverntíma. Kannski lenda þeir hér á mynd ef fæðingin gengur vel.

miðvikudagur, 4. janúar 2012

57. Óhefðbundnar hnetur.

Hægt er að gera jólaskraut úr ýmsu matarkyns.
 Einföld og fín jólahneta. Ég skammast mín fyrir að vera búin að gleyma hver gerði hana handa mér.
 Nú um jólin fékk ég þessar fínu fínu Maríubjöllur frá nöfnu minni, fjögur stykki takk.
 Endur fyrir löngu kom þetta fína par frá Marciu mágkonu.

þriðjudagur, 3. janúar 2012

56. Óhefðbundið jólaskraut.

Með tímanum hallast ég alltaf meira og meir að óhefðbundnu. Ég er búin að átta mig á að það er alls ekkert víst að mér beri alltaf að gera eins og og ég er vön og enn síður eins og hinir eru vanir að gera. Stundum langar mig til þess og þá er það bara líka allt í lagi. Á dótabloggum sé ég margt sem óhætt er að kalla óhefðbundið og margt af því þykir mér flott en þar er ýmislegt sem mig langar ekkert í sjálfa þó að gaman sé að skoða það hjá öðrum. Svo er margt sem mér finnst hreint ekkert flott og það er allt í lagi. Stundum nenni ég að setja upp jólatré og stundum ekki. Fyrir þessi jól komst ekki í verk að sækja lyng á fína tréð mitt frá mömmu (sem er í bakgrunninum ef þú ert að lesa þetta um jólaleitið) áður en harði veturinn gekk í garð svo að ég sleppti því en tók hitt tréð fram enda tel ég ófært að vera trélaus þegar börn eru í spilinu eins og var um þessi jól. Hér eru nokkrir uppáhaldshlutir sem þurfa nauðsynlega að vera uppi um hver jól:
 Þessi er sá mikilvægasti af öllum. Þetta er merkimiðinn sem var á pakkanum frá foreldrum mínum á mínum fyrstu jólum 1956 og í nokkur ár eftir það. Síðan fór hann beint á tréð og mamma hefur stundum haft á orði að ég hafi litið um það bil svona út.
 Þegar ég komst aðeins á legg fór ég að fá þennan á pökkunum.
 Það var líklega alveg þangað til ég flutti að heiman 17 ára og eftir það hefur hann líka átt heima á jólatrénu mínu.
 Hér er afar gott dæmi um það hvernig Kjartan teiknaði fólk. Þarna er hann ekki farinn að teikna hjartað og lungun en það var á undan handleggjunum enda langtum mikilvægari búnaður.
Um jólin 1983 hefur hann væntanlega verið 4 ára.
Ég man ekki hvaða ár hann teiknaði þennan á pakkann til okkar en augljóslega er það eftir að hann gerði stjörnuna sem talað er um HÉR

mánudagur, 2. janúar 2012

55. Af markaði

Ekki dugar þessi bloggleti.
Ég brá mér í Akureyrarkaupstað skömmu fyrir jól og sinnti þar ýmsum erindum. Ég sé á kortayfirlitinu að af því hafa farið um 70.000 krónur þann daginn. Ojæja, inni í því var mestallur maturinn til jólanna handa að minnsta kosti 7 manns og 12 bækur ásamt fleiri "nauðsynjum".
Það sem er á þessari mynd keypti ég hjá Hernum og ég hugsaði diskana og minni körfurnar fyrir heimagert konfekt til jólagjafa. Hætti svo við að nota diskana þannig, fannst þeir heldur klossaðir en þar sem verðið á hvorum diski var 50 krónur get ég ekkert verið að skammast mín fyrir þá eyðslu. Fíni hjartabaukurinn kostaði líka 50 krónur. Spurning hvort ég þarf að fara að stofna hjartabaukadeild :). Á myndinni er ekki skóhillan sem ég borgaði fimmhundruðkall fyrir og við Ingimundur settum á forstofuvegginn.