miðvikudagur, 11. maí 2011

25. Fröken Blómfríður

 Í síðustu færslu kvaðst ég myndi segja frá nýju fínu búðinni á Akureyri og hér kemur hún.
Hún er í innbænum, (uppfært: nokkrum skrefum norðan við hina landsfrægu ísbúð Brynju) í húsi sem hýsti gosdrykkjaverksmiðjuna Sana þegar ég var mjög lítil.
 Þarna er margt skemmtilegt að sjá og hér er bara svolítið sýnishorn.
Fínasti gripurinn fyrir minn smekk kemur í næstu færslu, þarf fyrst að taka mynd hér heima. 
Svona er farið að því að byggja upp spennu er það ekki?
Jájá neinei ég segi nú bara svona. Þetta síðasta er tilvitnun í færeyska afbragðsbók sem heitir Feðgar á ferð.

4 ummæli:

 1. Ég á leið um Akureyri í byrjun júní og ætla sko heldur betur að líta inn í þessa búð.

  SvaraEyða
 2. Kristín í París11. maí 2011 kl. 09:23

  Ég sé ýmislegt skemmtilegt á þessum myndum og bíð spennt eftir því flottasta:)

  SvaraEyða
 3. Já Þórdís, af einhverjum ástæðum datt mér einmitt þú í hug, til dæmis þegar ég horfði í þessa hvítu hillu.

  SvaraEyða
 4. Spennandi! Framhald í næstu viku...?

  SvaraEyða