fimmtudagur, 22. mars 2012

66. Peysuföt fyrir alla.

Snemma á þessu bloggi fjallaði ég um peysufötin mín. Í haust kom systurdóttir mín að máli við mig og spurði hvort ég hefði ráð með að aðstoða hana við að klæðast íslenskum búningi á árshátíð Menntaskólans en þar er hefð að efstubekkingar klæðast þannig. Við mamma tókum að okkur verkefnið og við hittumst allar hjá mömmu þar sem við prófuðum upphlut mömmu og fötin mín og niðurstaðan varð sú að ég þræddi saman mín föt en hún notaði svo húfuna hennar mömmu.
 Hér er búið að þræða upp og niður og kenna á slifsið og fleira mikilvægt.
 Vinkona hennar á svo heiðurinn af greiðslunni sem óneitanlega byggir á gömlum grunni. Mér fannst eiginlega stórmerkilegt hvað gekk vel að aðlaga fötin þar sem munar líklega einum 25 kílóum á okkur frænkum. Ég var svo að fara tína þræðingarnar úr til að hafa fötin tilbúin handa mér fyrir skírnina þegar ég áttaði mig á að stóra nafna mín, sú sem á að fermast í sumar, væri væntanleg og hugsaði að ekki væri nú leiðinlegt að prófa að máta á hana líka og taka myndir.
 Það tókst aldeilis prýðilega svona til myndatöku en óneitanlega var nokkurt pláss ónotað enda barnið bara 13  ára. Við Elsa smelltum af í gríð og ergi á þrjár myndavélar og voru áreiðanlega teknar hátt í hundrað myndir.
Þarna greip hún gítar langafa síns ofan af vegg til að fá tilbreytingu í tilveruna.
Til samanburðar er svo hér ein af þeirri gömlu. Þarna ber hárið enn merki þess að hafa verið litað svart í þágu leiklistarinnar.

4 ummæli:

 1. Afhverju hef eg alveg misst af ther her?? Hvurslags er thetta ;) Bestu kvedjur til thin

  Ps, eitthvad hugleitt ad fa ther "fjésbók"??

  SvaraEyða
 2. Ég er svo alveg bit. Ég hélt bara að þú nenntir ekki að sinna svona gamaldags fyrirbæri eins og blogginu. Eins og þú sérð hérna uppi í vinstra horninu er ég með tvö þokkalega virk blogg, varð að loka þessu gamla vegna mengunar en lykilorðið er ekkert leyndarmál: talan
  Nú vona ég eindregið að þú gerir vart við þig öðru hvoru, það er alltaf svo upplífgandi.

  Ps. Er að þumbast á móti fésinu, ég nota allt of mikinn tíma í tölvu nú þegar. Veit samt ekki, barnabörnin eru komin þar svo að það er helsta aðdráttaraflið. Afskaplega kærar kveðjur til baka til þín

  SvaraEyða
 3. Gullfallegar í gullfallegum peysufötum.

  SvaraEyða