föstudagur, 1. júlí 2011

32. Flóamarkaður

 Fór nýlega í kaupstaðinn og varð þá fyrir því happi að komast í tæri við verslunarinnréttingu sem átti að henda. Þetta er hluti þess sem ég kom í bílinn:
Þetta er komið í ýmislegt brúk en enn er eftir að útfæra ýmis not.
Á heimleiðinni kom ég því loks í verk að heimsækja flóamarkaðinn að Dæli í Fnjóskadal. Það var skemmtilegt. Þar hitti ég meðal annars þennan fína bauk:
Ég bauð part af innréttingunni í býtti og gengið var að tilboðinu og allir glaðir.
Nú er borðtölvan mín óstarfhæf með öllu og ég er í fyrsta sinn á æfinni að blogga á fartölvu og þetta gengur svona og svona en trúlega má venjast þessu eins og öðru.