sunnudagur, 30. september 2012

72. Aðdrættir

Ég brá mér í Kynlega kvisti á Húsavík eftir vinnu á fimmtudaginn til að leita að hentugri glerskál til að nota við sápugerðina. Það gekk ekki en ég kom heim með þetta:
Alltaf pláss fyrir góðar barnabækur en það má ef til vill velta því eitthvað fyrir sér hvenær nákvæmlega er ekki lengur pláss fyrir bauk? Fyrir þetta var ég rukkuð um 200 krónur en fannst réttara að borga 500.