sunnudagur, 30. september 2012

72. Aðdrættir

Ég brá mér í Kynlega kvisti á Húsavík eftir vinnu á fimmtudaginn til að leita að hentugri glerskál til að nota við sápugerðina. Það gekk ekki en ég kom heim með þetta:
Alltaf pláss fyrir góðar barnabækur en það má ef til vill velta því eitthvað fyrir sér hvenær nákvæmlega er ekki lengur pláss fyrir bauk? Fyrir þetta var ég rukkuð um 200 krónur en fannst réttara að borga 500.

4 ummæli:

  1. Það var nú ódýrt, er þetta nytjamarkaður á Húsavík?

    SvaraEyða
  2. Ójá Þetta er nytjamarkaður sem er rekinn af fólki sem hefur ekki góða heilsu til að vera á vinnumarkaði og aurarnir fara til góðra málefna. Þetta er opið tvo tíma á dag tvisvar í viku og í heldur litlu húsnæði en þarna er sitthvað að sjá og fá ef þú ert heppin.

    SvaraEyða
  3. Baukaspurningin er of flókin, enda hefur enginn reynt að svara henni :)

    SvaraEyða