Ég brá mér í einusinniáæfinni ferð til Ítalíu. Ástæðan var boð í brúðkaup og því ætla ég að gera skil á hinu blogginu mínu bráðum. Í leiðinni setti ég mér fleiri markmið og þar var efst að skoða Pompei, ganga á Vesúvíus og... finna og kaupa gamlan kopp! Koppurinn fannst því miður hvergi en þó fann ég fáeinar forn- og skransölur og einn flóamarkað margskiptan. Hér að neðan má sjá afraksturinn:
Þessi fíni baukur er að hluta klæddur einhvers konar snöggu flauelsefni og skreyttur tvenns konar skjaldarmerkjum. Hann innihélt auk þess flottan segul sem sést á miðri neðstu myndinni og hann ríghélt í þreytulega eyrnalokkinn og nokkrar öryggisnælur.
Í útibúi frá sömu búð var hjartalaga Hello Kitty baukur og ég "safna" hjartalaga baukum. Ég gisti hjá ömmustelpu fyrir sunnan og mamma hennar gaf mér hina baukana tvo.
Þennan tvöfalda Chokotoff bíl hef ég átt lengi en eg þykist hafa fundið frænda hans í ítölsku skransölunni í búningi einhverskonar jólalestar. Því miður vantar á hana lokið.
Ég held bara að ég hafi ekki séð á þessum sölustöðum neina aðra bauka og langaði mig helst í einhverja undan tóbaki eða matvöru, kakói eða kaffi til dæmis.
Hér eru svo aðrir þeir gripir sem ég keypti gamla. Tveir litlir fallegir rammar, postulínsegg, hringur og hampgarn. Einn hlut keypti ég til viðbótar en hann fær sér færslu.
Verð þessara hluta var frá einhverjum tugum íslenskra króna upp í örfá hundruð. Gaman var líka að prófa að prútta sem ég hef varla nokkurn tíma gert fyrr.
Verð þessara hluta var frá einhverjum tugum íslenskra króna upp í örfá hundruð. Gaman var líka að prófa að prútta sem ég hef varla nokkurn tíma gert fyrr.