mánudagur, 15. ágúst 2011

34. Nærmyndir

Best að helminga hilluna svo að betur sjáist:
 Ofan við er nammideildin og yfir í kaffið,
neðan við förum við svo úr kaffinu yfir í kakóið.
Þessar skilgreiningar eiga þó bara við um hólfin, ofan á eru aðallega nammibaukar + örfáir undan kexi.
 Glöggir skoðarar taka ef til vill eftir því að ég er þegar farin að breyta, þetta eru ekki nákvæmlega þeir sömu og voru þarna fyrst. Þegar ég er að gramsa og endurraða kemur sitthvað í ljós sem var gleymt.
Það ýtir á eftir þessu verki að ég má til að klára að mála ganginn niðri áður en þornar alveg í málningarrúllunum í plastpokunum og fyrst ég er þar með málningu í umferð er eins gott að skella sér í að mála gömlu hilluna sem er undirstaða safnsins í eldhúsinu en hún lítur ekki sérlega vel út núna:

1 ummæli:

  1. Alltaf gott að taka til og endurarða af og til, því fylgja stundum breytingar. Glæsilegt baukasafn!

    SvaraEyða