mánudagur, 21. nóvember 2011

49. Minjasafngripur

Öllum sem lesa hér má vera ljóst að ég hef áhuga á gömlu dóti og þar með safngripum ýmsum. Það er nú samt kannski ekki gefið mál að ég hafi ætlað að vera safngripur sjálf að staðaldri.
Ég var á minjasafninu á Akureyri á laugardaginn að halda upp á afmæli Laufáshópsins/Handraðans og þá fór ég niður til að leita að mynd sem ég hafði haft spurnir af.
Þarna virðist ég sem sagt koma fram sem fulltrúi allra frystihúskvenna Eyjafjarðarsvæðisins frá upphafi! Toppið það.
Þetta finnst mér skemmtilegt.

9 ummæli:

  1. Segðu! Þetta er svona dálítið í laumi, myndin er nafnlaus og ég hef enga hugmynd um hversu lengi ég hef verið þarna en myndin er úr viðtali sem tekið var við mig fyrir dagblaðið Dag á níunda áratug síðustu aldar.

    SvaraEyða
  2. Nánar tiltekið 5.júlí 1985.

    SvaraEyða
  3. Já, þetta er úr greininni sem ég datt ofan á þegar ég fór að skoða timarit.is
    http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=207209&pageId=2673126&lang=is&q=El%EDn%20Kjartansd%F3ttir

    SvaraEyða
  4. Mjög gaman að sjá greinina líka.

    SvaraEyða
  5. Já, mér fannst það nú líka, enda langt síðan ég sá þetta. Þetta er hins vegar greinilega birt áður en ég fékk það bein í nefið að setja sem skilyrði að ég fengi að lesa yfir. Þetta er nú ekki allt með mínu orðalagi.

    SvaraEyða
  6. sælar,

    fullt af skemmtilegum bloggum að lesa - hef verið í algjööri pásu frá öllu bloggi í maaargar vikur.
    Elska gjörsamlega ofninn litla. Vildi svoo eiga eins og einn eða þrjá svona. Er með hlutaveiki eins og þú nema hvað ég laga þá sem minnst til.
    Því meiri patina því betra.
    Það er samt alveg ótrúlegt hvað oft er mikill gæðamunur á gömlum og nýjum munum.

    jæja, ekki getur maður setið endalaust og kommenterað, en mikið andsk ertu með hendurnar skrúfaðar vel á þig kona ;=)

    kveðja frá Oslo
    Dagný

    SvaraEyða
  7. sæl aftur,
    ég rýndi í baukinn og komst að því að hann innihélt upphaflega kartöflumjöl. Þetta er nú meiri iðnaðarbaukurinn ;=)

    góða helgi
    kveðja Dagný

    SvaraEyða
  8. Hvað segirðu?! Aldrei vitað getið um slíka bauka hérlendis. Ég hef einna mest gaman af baukum undan mat. Skemmtilegt.
    Varðandi fyrra kommentið þitt fór ég að velta fyrir mér og ég held að almennt vilji ég ekkert laga mikið gamla dótið nema kannski varðandi húsgögn, þá vil ég stundum reyna að færa þau til fyrra horfs, hreinsa málningu af og þessháttar, en aldrei mála nútímalega eða gera aðrar afgerandi breytingar. Þetta er nú bara það sem ég er að hugsa svona eftir á en hef ekki markað mér viljandi neina stefnu held ég. Gaman að spá í þetta.

    SvaraEyða