föstudagur, 9. desember 2011

52. Þröskuldur.

Það eru eiginlega áhöld um það stundum hvort bloggfærsla á betur heima á hvunndagsblogginu eða gamladagablogginu. Þannig er það til dæmis þegar ég er að tala um viðgerðir á húsinu. Húsið er nebblega gamalt dót. Byggt 1946.
 Hér er ég með svefnherbergisþröskuldinn úti í garði.
 Hér er hann niðri í geymslu.
Og nú er hann kominn á sinn stað og það finnst mér gaman. Raunar á ég eftir að skrúfa hann fastan en það er lítið mál. Lakara að gólfdúkarnir beggja megin við hann eru farnir að láta töluvert á sjá, ég get vel harkað það af mér sjónvarpsstofumegin en svefnherbergisgólffjalirnar skaaal ég pússa einhvern daginn / árið.
HÉR Má sjá meðferð þröskuldanna niðri á gangi í umfjöllun á hvunndagsblogginu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli