laugardagur, 4. janúar 2014

81. Sænsk jól

Í tilefni jóla set ég hér myndir sem ég tók í ferð minni til Karlskrona í sumar. Þessi fínu tré eru á Blekingesafninu en þar sem þau eru geymd á bak við gler var svolítið erfitt að ná af þeim þokkalegum myndum.
 Dýr eru áberandi í flestum trjánum, hér eru tvö hestatré, mjög mismunandi íburðarmikil.
 Hér eru fleiri hestatré og eitt með fugli og hangandi laufum.
 Kertastjakar á trjánum voru oftast nokkuð traustbyggðir.
 Skrautlegt hanatré.
Tré fátæka mannsins?
Þrír hestar neðst og hani á toppnum.

1 ummæli:

  1. Þetta eru fáránlega skemmtileg tré :) Kannski ég suði svolítið í mömmu að búa til hesta á mitt tré

    SvaraEyða