mánudagur, 14. febrúar 2011

9. Baukurinn hennar ömmu

Þegar Sigga frænka (föðursystir) dó fékk ég þennan fína bauk. Pabbi (1928 - 2009) mundi vel eftir honum frá sínu bernskuheimili en þar dvaldi hann ekki nema til 15 eða 16 ára aldurs. Amma mín, Árnfríður Ingvarsdóttir (1885 - 1950) átti baukinn og ekki gott að vita síðan hvenær. Mér finnst hann reglulega fínn.

Kannski er hann kominn einhversstaðar langt austan að, kannski ekki.

8 ummæli:

  1. Vá, þessi er undurfagur! Hvað geymirðu í honum?

    SvaraEyða
  2. Þori varla að viðurkenna það en hann er barasta galtómur greyið. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

    SvaraEyða
  3. Hann virkar nefnilega svo hár, mundi kannski passa fyrir prjóna eða spaghettí;)

    SvaraEyða
  4. Hann bara hlýtur að eiga sér langa Asíusögu þessi fallegi dunkur. Nú verður spennandi að fylgjast með hvort þú finnir e-ð til að geyma í honum. Ég hef annars aldrei heyrt nafnið Árnfríður áður.

    SvaraEyða
  5. Móðurafi hennar hét Árni. Ég held samt að hún hafi almennt verið þekkt sem Arnfríður og það er stutt síðan ég vissi þetta. Pabbi lét svo bæði heita Árni og Arnfríður :)

    SvaraEyða
  6. Var að gá í Íslendingabók og amma virðist ein um þetta nafn í sögunni.

    SvaraEyða
  7. Mjög fallegur baukur. Ég ætti nú að smella af nokkrum fínum sem ég á, bara svona fyrir þig:)

    SvaraEyða
  8. Baukaeðli mitt á eftir að birtast hér á síðunni hægt og hljótt, smátt og smátt.

    SvaraEyða