miðvikudagur, 9. nóvember 2011

47. Kommóða

Ég hef víst ýjað að því áður að ekki var neitt sérstaklega mikið verið að passa upp á gamalt dót hér á bæ áður en ég kom til. Þessi kommóða var komin út í fjárhús og þar var meðal annars smíðað á henni. Ofan á henni voru allrahanda olíu og brunablettir og annað eftir því. Mamma tók hana fljótlega í yfirhalningu og svona er hún nú:
Ekki varð hjá því komist að skipta út plötunni ofan á, en annað var pússað upp og settar nýjar höldur og mér finnst húsgagnið eiga mun betur heima í betri stofu en í fjárhúsi. Hún geymir fyrir mig betri hnífapör, dúka og þessháttar og í neðstu skúffunni eru fjölskylduspil. Þetta hefur trúlega verið víða til, einu sinni sá ég til dæmis mjög svipað eintak á flóamarkaði í Danmörku. Hér er líka til skápur sem ég bjargaði úr drasli og var komin nokkuð áleiðis með uppgerð á en hann dagaði uppi í bili. Vonandi birtist hann hér á síðunni einn góðan veðurdag.

2 ummæli:

  1. æðislega falleg kommóða, væri til í að finna eitt svona stk í drasli einherstaðar haha, það er eins gott að líta í kringum sig.

    SvaraEyða
  2. Ójá, betra hafa opin augun sko.

    SvaraEyða