laugardagur, 29. október 2011

46. Jólabaukar

Nú er jólabaukadeildin búin að fá samastað í tilverunni. Nánar tiltekið efst uppi á vegg í svefnherberginu þannig að nú getur eiginmaðurinn haft jól fyrir augunum allt árið um kring. Hann saknar þess alltaf þegar ég tek niður skrautið sem ég hengi yfir rúminu.
Þarna nota ég kassalengjurnar sem afgangs urðu HÉRNA
og þá kemur þetta svona út.
Eins og sjá má eru það 24 baukar sem flokkast sem jóla. Sumir eru á gráu svæði þannig að kannski skipti ég þeim út ef nauðsynlegt reynist að bæta einhverjum við þarna en mig vantar í sjálfu sér ekki bauka sko. Ég tek skýrt fram að fólk á ekki að fara og kaupa "einhvern" bauk handa mér. Mér finnst hins vegar ferlega gaman að eignast gamlan flottan bauk og í ljósi fyrirferðar eru þeir oftast nær því betri sem þeir eru minni.
Ég segi líklega frá því einhvern tíma hvað þeir eru margir heima hjá mér nú um stundir, það er langt síðan ég taldi síðast svo að ég veit ekki vel hvað þeir eru mörg hundruð. Nú eru væntanlega 52 baukar í svefnherberginu til dæmis :) . Þessi bakgrunnsmynd er tekin þar inni og þrír eru á KÓKKASSANUM á veggnum.

2 ummæli:

  1. Jólabaukar allt árið í svefnherberginu, það er ... sérstakt.

    SvaraEyða
  2. :) Í kring um mig er líklega sitt af hverju sérstakt :).

    SvaraEyða