mánudagur, 2. janúar 2012

55. Af markaði

Ekki dugar þessi bloggleti.
Ég brá mér í Akureyrarkaupstað skömmu fyrir jól og sinnti þar ýmsum erindum. Ég sé á kortayfirlitinu að af því hafa farið um 70.000 krónur þann daginn. Ojæja, inni í því var mestallur maturinn til jólanna handa að minnsta kosti 7 manns og 12 bækur ásamt fleiri "nauðsynjum".
Það sem er á þessari mynd keypti ég hjá Hernum og ég hugsaði diskana og minni körfurnar fyrir heimagert konfekt til jólagjafa. Hætti svo við að nota diskana þannig, fannst þeir heldur klossaðir en þar sem verðið á hvorum diski var 50 krónur get ég ekkert verið að skammast mín fyrir þá eyðslu. Fíni hjartabaukurinn kostaði líka 50 krónur. Spurning hvort ég þarf að fara að stofna hjartabaukadeild :). Á myndinni er ekki skóhillan sem ég borgaði fimmhundruðkall fyrir og við Ingimundur settum á forstofuvegginn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli