laugardagur, 7. janúar 2012

59. Bjölluhljómar.

Það er kannski ekki alveg víst að allar bjöllur hljómi en nú framlengi ég jólin aðeins til að fjalla um mínar helstu bjöllur.
 Þessar tvær hljóma barasta alls ekki neitt en þær komu í jólapakka frá Marciu mágkonu fyrir einum 3 áratugum líklega.
 Þessi er gömul í mínu búi en flokkast ekki sem handgerð. Gæti alveg hafa komið frá Marciu líka en ég verð að viðurkenna að ég er ekki viss. Hún hljómar alveg prýðilega. Kannski svolítið mattur tónn þó.
 Þannig er líka tónninn í þessari en mamma postulínsmálaði og gaf mér. Þið sjáið glöggt hvenær.
Hér er svo trúlega öldungurinn í þessum bjöllukór og hún er ekki flokkuð sem jólaskraut, heldur er "alvöru" og hangir alltaf í eldhúsinu og barnabörnin eiga það til að nota hana til að kalla á fólkið í mat. Þegar ég horfi á þessa mynd hvarflar að mér hvort ef til vill ætti að fægja gripinn eitthvert árið?

3 ummæli:

  1. krúttaraleg þessi græna

    SvaraEyða
  2. Þessi rauða á sömu mynd er líka fín.

    SvaraEyða
  3. Skemmtilegt safn. Hrifnust af þeirri síðustu. Heyrist væntanlega hæst í henni...

    SvaraEyða