Ég hef oft furðað mig á því að ekki skuli vera til hér á bæ nema örfáir hlutir sem flokkast gætu sem gamalt dót. Það er merkilegt fyrir þær sakir að héðan hafa ekki orðið stórfelldir búferlaflutningar í meira en heila öld en afi og amma Agnars fluttu hingað árið 1901. Hér kvað hinsvegar hafa átt heima á undan mér hendari. Eitthvað slapp þó og hér er pressujárn.
Þetta er gegnheill hlunkur og þar af leiðandi ekki léttara en það sýnist vera. Þegar þetta var notað var það látið standa á eldavélinni til að hita járnið. Straujárn voru léttari, oft hol að innan og þar í stungið heitum kolamolum eða glóandi sprekum.
Eðli málsins samkvæmt var gripurinn haugryðgaður þegar ég komst í tæri við hann og ég lakkaði hann svartan. Í og með til að hægt væri að hafa hann á dúk án þess að ryð smitaðist.
Sem bakgrunn undir svarta hlunkinn prófa ég að hafa litfagurt blóðberg sem var til heimilis í Naustavík.
"Lassssss", sagði boltinn.
SvaraEyða