Á Húsavík er verslun sem heitir Kynlegir Kvistir. Það er líklega óhætt að segja að hún sé náskyld Góða Hirðinum. Þar er gaman að koma. Ég leit þar inn í gær.
Þessi karfa verður ágæt undir kjálkana í Kaðlín.
Ég greiddi fyrir hana 50 krónur.
Hér er einn úr hollustudeildinni. Einhverntíma endur fyrir löngu hefur hann vafalaust verið fullur af píputóbaki.
Hann kostaði 50 krónur.
Þessi er reglulega sætur, enda undan sætindum.
Verð: 50 krónur.
Til hvers myndi þetta púður hafa verið ætlað?
50 krónur takk.
Að lokum er það svo breska sveitarómantíkin; markaður í sveitaþorpi,
krikketleikur árið 1825, það er nokkuð fyrir mitt minni
og að lokum Morris dansflokkur. Hvað í veröldinni sem það nú er.
Ábyggilega allir japlandi á olde english toffees.
Vill einhver giska á verðið? Jú, heilar 50 krónur.
Þetta hljómar eins og 50 kr. búðin! Það er greinilega hægt að gera góð kaup í Húsavík. Takk fyrir að láta vita af þessari búð :)
SvaraEyðaheyrðu annars - ég get svarið það að ég fann lyktina af píputóbakinu þrátt fyrir að lokið sé á boxinu! Hmm...minni á þá daga þegar faðir minn reykti pípu - ég elskaði lyktina af píputóbaki!
SvaraEyðaGallinn við þessa ágætu litlu búð er bara sá að hún er ekki opin nema tvisvar í viku á tíma sem ég er sjaldan á ferð í kaupstaðnum. Kannski eins gott.
SvaraEyðaÉg kíki pottþétt þarna inn næst þegar ég verð á ferðinni f. norðan. Ætli sé ennþá svona búð með notað dót á Akureyri?
SvaraEyðaÓjá og fjölgar heldur! Frúin í Hamborg í miðbænum og ein ný í innbænum rétt hjá ísbúðinni Brynju sem flestir kannast við. Man ekki hvað hún heitir, gái kannski að því á morgun. Auk þess eru svo Fjölsmiðjan, Rauði krossinn og Herinn. Á öllum þessum stöðum má fá og sjá sitthvað skemmtilegt. Verðið hjá þessum tveimur fyrsttöldu er þó talsvert öðruvísi en í hinum, enda reknar á öðrum forsendum.
SvaraEyðaJa, ekki er nú verðið hátt á fróni. Hér fær maður akkurat ekkert fyrir 2,5 krónur eða kannski öllu heldur 5, því að þó að krónan hafi hrapað til helv... lækkaði ekki allt um helming í útlöndum. Þannig að eiginlega verður maður að hugsa í gamla genginu.
SvaraEyðaEN Normenn eru svo ríkir að það fæst ekkert svona ódýrt hér, þarf að fara til Svíþjóðar til þess. Kannski eins gott að ég á ekki bíl, því annars væri ég sjálfsagt meira hinum megin við landamærin á loppisum.
TIl lukku með kaupin. Alltaf gaman að gera góð kaup.
kveðja Dagný
Skemmtileg þessi púðurdós og verðið skemmir ekki fyrir.
SvaraEyða