Ég er hrifin af kössum. Mest hrifin af gömlum trékössum. Þá skal festa upp á vegg. Hér er gamall kassi undan kóki í gleri og hver flaska átti sér sitt hólf. Kassinn er uppi á svefnherbergisvegg. Ég er aftur á móti ekkert hrifin af kóki.
Rauða málningin utan á er að verða minningin ein.
Flott nýting á gömlum kókkassa!
SvaraEyðaRauða málningin minnir mig á snilldar smásögu Þórarins Eldjárns um málverkið yfir sófanum sem hvarf smátt og smátt og enginn reyndist sammála um hverju það hefði verið af.
SvaraEyðaÉg er líka mjög svag fyrir gömlum trékössum. Þann fallegasta sem ég átti, gamall veiðikassi með færanlegum smáhólfum efst, varð ég að gefa konu sem vantaði kassa sem hægt væri að læsa með lás, til að læsa niður illar hugsanir gegn dóttur hennar. Galdra-eitthvað. Ég sé í raun alltaf eftir kassanum og spái stundum í að spyrja hvort galdurinn sé ekki bara búinn núna.
Gat ekki konugreyið notað lítin ljótan peningakassa?
SvaraEyðaÆ, jú! Ég hefði bara átt að gefa henni pening fyrir einum slíkum. En ... þetta hefur líklega þann tilgang (galdur) fyrir mig, að ég læri að hætta að elska hluti takmarkalaust;)
SvaraEyðaÉg er líka voða svag fyrir gömlum boxum og kössum. En hún er furðuleg þessi galdrasaga, bjó konan þetta ekki bara til af því að hún ásældist kassann?
SvaraEyðaSæl og sömuleiðis segi ég. Ég held að við séum bara svona einhverjir sérvitringar sem söfnum gömlu "drasli" og teljandi á annarri hendi á Íslandi. Nei, kannski ekki alveg en næstum því.
SvaraEyðaMér finnst allaveg lífið mun skemmtilegra hér í Oslo þar sem ég bý en í henni Reykjavíkinni. Hér er nefninlega fullt fullt af gömlu drasli og líka fjársjóðum.
Ég þarf að passa mig þegar ég fer á markaði eða brukt- butikker að koma ekki alltaf með kassa heim. En þeir eru líka notaðir á heimili mínu, hef enn ekki hengt neinn uppá vegg - hef hugsað það en ég þarf að breyta svo oft og svo bý ég í leiguíbúð í augnablikinu að það er ekki viturlegt.
Ég fæ að setja link inn á síðuna þína og fylgist með.
Í sambandi við veskið þá borga "artífartíkitch-týpur" fyrir svona ;0)
Það fellur undir vintage samkvæmt ströngustu skilgreiningu - þó ekki falli það okkur í geð.
bestu kveðjur frá Oslo
Dagný