mánudagur, 19. september 2011

38. Enn úr Fjölsmiðjunni

Þegar ég sótti gluggana mína til Akureyrar í vikunni leit ég við í Fjölsmiðjunni og ætlaði svona sérstaklega að leita eftir snögum. Fann einn.
Mikið var til af reglulega fallegum diskum. Tók þarna bara fjóra núna. Mig vantar líklega ekkert diska. Þeir þurfa skápapláss greyin. Alltaf brúk fyrir tágakörfur undir handverk eða mosaskreytingar til dæmis. Svo þarf að nota að minnsta kosti tvær möppur á ári og gerir ekkert til þó að einhver annar hafi notað þær áður. Og svo eru þarna tveir fyrirtaks baukar. Þarf ég þá? Tjaaa. Mig minnir að ég hafi greitt 1700 krónur fyrir þennan farm. Ég leit núna inn í deild sem ég hef ekki tekið eftir þarna fyrr en það er bóka og blaðadeildin. Skoða það betur seinna, slíkt tekur tíma. Nú voru þarna líka þónokkur túbusjónvörp og nokkrar körfur fullar af fjarstýringum!

1 ummæli:

  1. Mér finnst svo gaman að gramsa í gömlum bókum, en gallinn er sá að ég kaupi alltaf eitthvað. Hef aftur á móti öngvan áhuga á fjarstýringum, þær mega vera í friði fyrir mér:)

    SvaraEyða