fimmtudagur, 24. mars 2011

15. Flóra

Það er svo mikið annríkið á hvunndagsblogginu að heldra bloggið verður útundan. Ekki nógu gott. Hér vil ég kynna ykkur einn góðan og gamlan:

Ekta þriggja kílóa smjörlíkisbaukur gersovel. Hann er úr búi góðrar vinkonu sem gaf mér hann enda er hún höfðingi. Stundum geymi ég í honum töluspjöld en hann er tómur eins og er. Mér finnst hann dýrindi.

7 ummæli:

  1. Já og hann er frá því löngu fyrir tíma innihaldslýsinga. Það stendur alls ekkert á honum annað myndin sýnir. Hvorki búið að finna upp transfitusýrur né hitaeiningar. Ekki nefndur einu sinni framleiðslustaður.

    SvaraEyða
  2. Var Efnagerðin Flóra ekki á Akureyri? Eins og mig minni að það hafi verið smjörlíkisgerð þar.

    SvaraEyða
  3. Jú, það var örugglega hluti af KEA

    SvaraEyða