Ég er ekki hetja þegar kemur að tæknimálum í tölvu. Varð hálffúl í gær þegar ég bjó mig undir að setja inn nýja færslu hér og sá að búið er að breyta innsetningunni. Nú, ég krafsaði mig fram úr því og fann þá í leiðinni nýja bakgrunnsmöguleika. Nú get ég sett inn mínar eigin myndir og þær margfaldast þá á skjánum. Þetta er samt ekki eins einfalt og maður gæti haldið. Ekki er vert að hafa myndirnar mjög dökkar og ekki með mjög mörgum smáatriðum. Það verður svolítið yfirþyrmandi þegar það margfaldast. Mér líkar heldur ekki að flöturinn er að hluta gegnsær og þá verður lesmálið óskýrara. Ég var að reyna að setja skýrasta letrið sem í boði var. Nú er ég búin að renna yfir myndasafnið mitt og leita að nýtilegum grunnum og tína út einar tíu myndir sem ég prófaði.
Þessa setti ég fyrst. Þetta er litlubaukadeildin á eldhúsveggnum.
Hún er heldur dökk og smágerð.
Uppfært: prófaði að lýsa myndina og skera ofan og neðan af.
Kannski prófa ég hana aftur seinna.
Þetta er sú sem er hér allt um kring núna:
Þessa setti ég fyrst. Þetta er litlubaukadeildin á eldhúsveggnum.
Hún er heldur dökk og smágerð.
Uppfært: prófaði að lýsa myndina og skera ofan og neðan af.
Kannski prófa ég hana aftur seinna.
Þetta er sú sem er hér allt um kring núna:
Vegghleðslan í garðinum hjá mér. Hún er vissulega þjóðleg og vísar í gamla tímann.
Þessar gætu notast líka:
Allavega alveg þrælflott með hleðslunni.
SvaraEyðaHleðslan á vel við.
SvaraEyðaÉg sá bakgrunninn með baukunum í gær og fannst það sérstaklega flott... annars er hleðslan flott líka:)
SvaraEyðaEin leið væri að velja sérstakan bakgrunn fyrir hvern flokk, svona ef maður er nú að leita að óþörfum verkefnum og halda áfram að ýta á undan sér öllu þessu sem situr á hryllilega þéttsetnum hakanum.
SvaraEyðaHleðslan er besti bakgrunnurinn enda einstaklega vel gerð :)
SvaraEyðaNú hefði mér fundist að þú hefðir átt að kynna þig sonur sæll :). Já góðir hálsar, ég er tiltölulega sannfærð um að kvittið hér ofan við er komið frá yngsta syni mínum en hann er aðalmaðurinn í hleðsluveggnum. Ég lagði raunar líka allnokkra steina sjálf og hinir synir mínir eiga svolítinn hlut að málinu. Svona handverk útheimtir dálítið af vöðvum og sinum en ekki síst góða rýmisgreind. Hver einasta mátun getur verið púl. Ekki sést yfirleitt nema lítill hluti af hverjum steini.
SvaraEyða