laugardagur, 9. apríl 2011

21. Krullujárn

Þetta er annar gripur sem hér hefur átt heima frá því í gamla daga.
 Krullujárn, sem eins og pressujárnið varð að sækja hitann til eldavélarinnar.
Ég sá aldrei svona verkfæri í notkun en mér er það minnisstætt að þegar ég kom einhverju sinni til hennar Stínu gömlu, sjá færslu númer 7 um rauða baukinn minn, þá stóð hún við eldavélina og krullaði hárið með sívölum járnbút, ég held að það hafi ekki verið rör. Hún hafði klút utan um endann sem hún hélt á og ég dáðist mest að því með sjálfri mér að hún skyldi geta þetta án þess að brenna sig. Þetta var augljóslega ekki í fyrsta sinn. Æfingin skapar jú meistarann.

4 ummæli:

  1. Ég man eftir hörmungarsögu sem amma sagði mér af viðureign sinni við eitthvert heimatilbúið krullujárn. Vænn lokkur sviðnaði víst af henni.

    Þetta er trúlega lúxusútgáfa þeirra tíma af hárfegrunartæki.

    SvaraEyða
  2. Þetta er skemmtilegur gripur, þú hefur ekki lagt í að prófa hann?

    SvaraEyða
  3. Reyndar hef ég ekki gert það, Mér finnst carmenrúllurnar hentugri:) Væri kannski ekki vitlaust að prófa til dæmis á ullarlagði. Málið er líklega helst að gæta þess að ekki hitni of mikið samanber Baunarömmu.

    SvaraEyða
  4. Mér finnst skondið að skoða svona gömul tæki, og sjá hvað þau eru í raun og veru lík nýjustu tækjunum, eða að minnsta kosti sum. Ég á t.d. eiginlega alveg eins krullujárn ... nema það er ekki eins svart og það er rafmagn í því:)

    SvaraEyða