miðvikudagur, 12. október 2011

41. Rúgbrauðskassinn


Hér er færsla úr gamla blogginu mínu. Ákvað að afrita hana frekar en að vísa á hana af því að ég neyðist til að hafa það læst til að hindra ruslathugasemdir sem mokast inn á flestar blogcentralsíður nú um stundir. Lykilorðið þar er talan og er allsekki leyndarmál.

19.12.2008 09:24:21 / tumsa

356. Rúgbrauðskassinn

Ég sá um daginn rúgbrauðskassa í Frúnni í Hamborg, keypti hann ekki en dauðsá fljótlega eftir því. Í gærkvöldi brunaði ég svo til Akureyrar að sækja danina mína, þ.e. barnið mitt og tengdabarnið, og þá byrjaði ég á að fara í Frúna með slatta af dótinu sem ekki gekk út í portinu um daginn og bjóða það þar til kaups. Það gekk eftir að hluta, ég losnaði við sumt, borgaði 2000 kall á milli og fór út alsæl með kassann góða. Fór svo til mömmu minnar og hafði út úr henni svolítið af spýtum úr gamla Holtakotabænum þar sem hún fæddist, en þær ætla ég að hafa sem hillur í kassanum sem þar með verður eitt fínasta húsgagnið á bráðum nýmáluðum stofuvegg. Myndir birtast þegar þar að kemur. 

Þetta var sem sagt í desember 2008 svo sem sjá má, en hér eru nýlegar myndir sem hæfa betur dótabloggi en þær sem ég setti um árið á hvunndagsbloggið þegar ég átti ekkert dótablogg.



Sumt af því sem í kassanum er hefur nú þegar fengið umfjöllun hér, sumt kemur kannski seinna.
Í tilefni dagsins skipti ég um bakgrunn.

Uppfært: Hehe maður er stundum svo sljór. Það var ekki fyrr en núna að ég áttaði mig á að það vantaði einn bauk í lyftiduftsbaukadeildina þegar ég myndaði hana um daginn og birti  hér í færslu númer 36.

5 ummæli:

  1. hæ hæ

    æðislegur kassi! Mig vantar einmitt einhvern svona íslenskan.
    Verð að segja að þú kannt að koma orðum að hlutunum. ÞE með töskumálningu og klám, sammála. Það er glæpur. Merkilegt að gamla fólkið kunni ekki að meta þær. Þær eru margar hverjar fokdýrar hér, en svo getur maður verið heppinn og bara þurft að borga 100 nkr fyrir, en ekki 4 eða 500.

    Takk fyrir innlitið á síðuna mína og öll fínu kommentin, það yljar alltaf og hressir mann að fá komment. Ætla að reyna að vera duglegri sjálf á þeim vettvangnum.

    bestu kveðjur
    Dagný

    SvaraEyða
  2. þetta er smitandi, nú er gamla bloggið mitt orðið hlutablogg...

    SvaraEyða
  3. Skemmtilegt Helga Lilja! Á það að vera svo til frambúðar? Get ég sett tengil á það sem alvöru dótablogg? Og ætlar þú þá ekki að leyfa athugasemdir?

    SvaraEyða
  4. gvuð eru þær ekki leyfðar! úff verð að laga það,já set örugglega inn þangað til allt er komið sem ég á sniðugt.

    SvaraEyða