þriðjudagur, 18. október 2011

44. Puntu..

Ég var að fara að svara athugasemd við síðustu færslu þegar ég sá að betra væri að koma bara með nýja.
Ég skoðaði stykkið og myndaði og rifjaði betur upp.

Efnið sem saumað er í er greinilega hveitipoki. Það finnst mér skemmtilegt. Í þessu er blettur sem tæplega fer. Það er galli. Bletturinn er utarlega þannig að hægt er að sauma hann burt. Gallinn úr sögunni.
Ef ég man það rétt að Lóa hafi hugsað þetta sem puntuhandklæði þarf væntanlega að bæta öðru efni á alla kanta. Held ég. Hef bara ekki áhuga á puntuhandklæðum þannig að verkefni er frestað.
Útsaumnum er greinilega lokið og ég man og sé að ég hef saumað blómin hægra megin en ég man ekki hversu mikið ég saumaði af parinu. 
Verðum bara að sjá til hvað framtíðin ber í skauti sér.

4 ummæli:

  1. Þú gætir nú rammað þetta inn:)

    SvaraEyða
  2. Það er vissulega möguleiki já, yrði þá að vera dökkur sporöskjulagaður rammi.

    SvaraEyða
  3. Hún sagði það sem ég ætlaði að segja, hún Beta!

    SvaraEyða
  4. Gaman að til sé dót úr sveitinni, það er eitthvað mjög lítið um það hjá okkar legg held ég, kannski helst eitthvað uppí bústað...þar er t.d mikið bréfasafn frá Helga og Lóu sem við vitum varla hvað við eigum að gera við.
    (Það er hægt að kommenta hjá mér..held ég?)

    SvaraEyða